Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mynd: Ágúst Atlason / vefsíða bandalagsins
Mynd: Ágúst Atlason / vefsíða bandalagsins
Mynd / Ágúst Atlason
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gunnar Gunnsteinsson, í leikstjórn höfundar á Sólrisuhátíð skólans 11. mars í Edinborgarhúsinu. 

Í mars er hefð menntaskólans að halda lista- og menningarviku í umsjá nemenda, en hefur hún verið haldin árlega síðan 1975. Sérstök Sólrisunefnd sér um að skipuleggja viðburðina og mikill metnaður er lagður í þá. Á meðan á hátíðinni stendur má geta þess, að meðal annars er rekið útvarpið MÍ-flugan. (mixlr.com/flugan-2020/

Á Sólrisu eru ýmsar uppákomur alla vikuna en hæst ber uppfærsla leikhóps MÍ sem frumsýnir leikrit í fullri lengd, en það hefur verið árviss viðburður frá árinu 1993.

Verkið „Ekki um ykkur” fjallar um vinahóp sem hittist út á landi í jarðarför eins æskufélaga þeirra – þó lítið sem ekkert samband hafi verið á síðan á unglingsárunum. Að jarðarför lokinni ákveða þau þó að skella sér saman í sumarbústað til að rifja upp gamla tíma en í verkinu er hoppað á milli tveggja tímaskeiða þar sem áhorfendur kynnast hópnum bæði í fortíð og nútíð. Hver kyssti hvern, hver var skotinn í hverjum og svo framvegis.

Alls eru um 20 leikarar í sýningunni, allir nemendur í Menntaskóla Ísafjarðar. Góð aðsókn hefur verið á sýningar en nú fer hver að verða síðastur því sýningum lýkur 19. mars.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...