Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Mynd / smh
Fréttir 12. september 2025

Ekki náð að standa í skilum við bændur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vegna viðvarandi rekstrarvanda hjá Ístex síðustu 12 mánuði hefur ekki tekist að gera upp við sauðfjárbændur fyrir ullarinnlegg á þessu ári.

Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir að sala á þessu tímabili hafi minnkað um rúmar 400 milljónir miðað við sama tímabil árið áður. „Þessi mikli samdráttur veldur því að við eigum í vanda með að standa í skilum við okkar lánardrottna, þar með talið bændur.“

Engin lausn varðandi greiðslur til bænda

„Staðan er áfram snúin og flókin. Áfram verður gripið til margvíslegra ráðstafana í hagræðingarskyni. Það er því miður þannig að ekki hefur enn fundist lausn á því hvernig við getum staðið við greiðslur til bænda,“ útskýrir Sigurður.

„Samdráttur hefur að mestu verið í sölu á handprjónabandi erlendis, aðallega til Þýskalands og Bandaríkjanna. Brugðist hefur verið við þessum rekstrarvanda með samdráttaraðgerðum í rekstri Ístex. Þrátt fyrir það er fyrirtækið í vanda með að standa í skilum við lánardrottna, þar með talið bændur,“ segir hann enn fremur.

Markaðsaðstæður í september oft verið betri

Fyrst fór sala á handprjónabandi að minnka í Þýskalandi og síðar í Bandaríkjunum. „Nú er að hefjast nýtt sölutímabil, en markaðsaðstæður fyrir sölu á ullarbandi hafa oft verið betri, bæði fyrir okkur og okkar samkeppnisaðila. Dreifing í Þýskalandi hefur verið styrkt, en að sama skapi þá hefur áhyggjuhljóð frá viðskiptavinum á Norðurlöndum aukist frá því í vor.

Allra leiða er leitað til að auka sölu og finna lausnir fyrir bæði lánardrottna og viðskiptavini,“ segir Sigurður.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...