Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ekki komið upp fleiri riðutilfelli í Tröllaskagahólfi
Fréttir 21. desember 2020

Ekki komið upp fleiri riðutilfelli í Tröllaskagahólfi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Greining riðusýna gengur vel, ekki hafa fleiri riðutilfelli komið upp í Tröllaskagahólfi en sýni þaðan eru í forgangi. Búið er að taka um fjögur þúsund sýni úr Tröllaskagahólfi en faraldsfræðilegar rannsóknir halda áfram. Þó riða greinist ekki í sýnum ber að taka því með fyrirvara því næmi prófsins er 67% og þannig ekki hægt að útiloka frekari útbreiðslu.

Matvælastofnun hefur tekið 3.947 sýni úr Tröllaskagahólfi frá því að fyrsta tilfellið kom upp í haust. Þau skiptast þannig að 170 sýni eru úr kindum sem felldar voru í tengslum við flutninga frá sýktum búum, 1.449 sýni eru úr sláturfé og 2.328 sýni úr fé sem skorið var niður.

Sýnin voru send til greiningar hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Ekki hefur greinst riða í sauðfé frá fleiri bæjum.

Greining á sláturfé úr Tröllaskagahólfi var sett í forgang og er nú lokið. Nú hefst greining sýna úr fé sem skorið var niður á sýktum bæjum til að kanna útbreiðslu innan hjarðanna og reglubundin greining sýna úr sláturfé af öllu landinu.

Matvælastofnun ítrekar að þrátt fyrir að ekki séu vísbendingar um frekara smit innan hólfsins þá er ekki hægt að útiloka það. Meðgöngutími riðu er 2-5 ár og verður tíminn að leiða í ljós hvort riða hefur dreift sér frekar. Rakning fjárflutninga á svæðinu heldur áfram og greining sýna úr kindum sem hafa verið fluttar milli bæja er í forgangi. Tilkynnt verður um smit þegar og ef það greinist.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...