Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristján Þór Magnússon.
Kristján Þór Magnússon.
Fréttir 20. desember 2019

Ekki hægt að sitja uppi með þá áhættu að milljarðar tapist

„Í veðurofsanum undanfarna daga urðum við í Norðurþingi hvað verst úti í dreifbýlinu hér á svæðinu sem og er rafmagni aðeins skammtað á Kópaskeri og Raufarhöfn sem stendur. Óvíst er hve lengi sú staða varir en mikið tjón er á línum sem fæða byggðarlögin tvö. Það kemur bersýnilega í ljós við svona aðstæður hversu nauðsynlegar öflugar rafmagnstengingar eru til að ekki þurfi að hægja, jafnvel stöðva heilu samfélögin í fleiri daga vegna tjóns,“ segir í yfirlýsingu Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra í Norðurþingi.  
 
Hann segir margt leita á hugann eftir að storminn hefur lægt, m.a. hversu óvægin náttúran geti verið og við lítil andspænis þeim öflum sem engu eira.
 
Kristján Þór segir að ef Bakka og Þeistareykja hefði ekki notið við hefðu íbúar á Húsavík orðið mun verr fyrir barðinu á ofsanum en raun varð á.
 
„Það er að mínum dómi mikið áhyggjuefni hversu illa dreifikerfi rafmagns er undirbúið undir veður sem þessi víða um land. Þótt þónokkuð hafi áunnist í að koma „hágæðakerfi“ rafmagnsins í jörðu verðum við að gera mun betur í þeim efnum. Og það er vel hægt,“ segir hann.
 
Má ekki gerast að smærri sveitarfélög sitji eftir
 
Nærtækasta dæmið séu viðbrögð við fjárskaðaveðrinu 2012 og með hvaða hætti var bætt úr raforkuöryggi við Mývatn í kjölfar þess hildarleiks sem íbúar svæðisins lentu í.
 
„Það er auðvitað ekki hægt að sitja uppi með þá áhættu að milljarðar tapist í frystigeymslum sjávarútvegs- og landbúnaðarfyrirtækja eins og við eigum t.a.m. í Fjallalambi á Kópaskeri og GPG á Raufarhöfn árið 2019 vegna yfirvofandi rafmagnsskorts í ríku landi sem okkar. Það má ekki gerast að smærri byggðarlög sitji eftir þegar kemur að úrbótum og tryggingum á afhendingaröryggi rafmagns. Við eigum ekki að sætta okkur við það,“ segir Kristján Þór í yfirlýsingu sinni. Raufarhöfn sé lífæð byggðarlagsins og vinnsla  GPG á staðnum hafi svo að segja verið í lamasessi vegna stöðunnar. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...