Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ekki gert upp við bændur með sama hætti og áður
Fréttir 3. ágúst 2017

Ekki gert upp við bændur með sama hætti og áður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópa­skeri, segir að engar ákvarðanir um verð fyrir sauðfjárafurðir hafi enn verið teknar hjá fyrirtækinu. „Ég get ekki nákvæmlega sagt fyrir um eins og mál standa nú hvernær við birtum verð en vaninn er að birta það í kringum miðjan ágúst,“ segir hann. Sláturtíð verður með álíka hætti hjá Fjallalambi og verið hefur undanfarin ár og hefst í byrjun september.
 
Björn Víkingur segir enn ekki komna endanlega niðurstöðu varðandi það hvernig fyrirtækið hyggist gera upp við bændur í komandi sláturtíð, „en það er alveg ljóst að ekki verður hægt að gera upp við bændur með sama hætti og verið hefur,“ segir hann.
 
Fjallalamb tekur afurðalán líkt og undanfarin ár. Birgðir eru meiri en var á sama tíma í fyrra, en framkvæmdastjórinn segir að um 100  tonnum meira sé nú til í birgðum hjá fyrirtækinu en var á sama tíma á síðasta ári.
 
Þurfum að taka á vandanum
 
Björn Víkingur segir að finna verði leiðir til þess að flytja út meira af kjöti á erlenda markaði. „Við þurfum nauðsynlega að taka á þessum vanda og það verður að gera sláturleyfishöfum kleift að selja lambakjöt erlendis án þess að þeir tapi á því,“ segir Björn Víkingur.
 
Varðandi kvartanir sem borið hefur á um að ekki sé ávallt nægt kjöt í boði í verslunum og menn hafa verið að ræða á samfélagsmiðlum segir hann að mjög erfitt geti verið að sjá fyrir sölu, t.d. á grillkjöti. Sú sala fari nánast algjörlega eftir veðri. „Við reynum að sjálfsögðu að hafa alltaf til nóg af öllum vörum,“ segir hann.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...