Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ekki evru!
Skoðun 4. febrúar 2015

Ekki evru!

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Aldrei verður of oft tönglast á því hversu heppin við erum að búa í þessu landi. Hér eru náttúruauðlindir sem margir öfunda okkur af og allt til staðar svo tryggja megi fæðuöryggi þjóðarinnar.
 
Þrátt fyrir öll þau gæði sem landið býður upp á þá heyrist samt endalaus bölmóður fólks sem telur að allt sé betra í útlöndum. Þetta fólk sér engan tilgang í að halda uppi landbúnaðarframleiðslu á Íslandi, eða að skynsemi geti verið fólgin í því að halda uppi byggð víða um land. 
 
Allt skal setja í reiknilíkan hámarks arðsemi þar sem menning og mannlíf skiptir engu máli. Þetta fólk gleymir þá um leið að án lifandi mannlífs og byggðar víða um land er tómt mál að tala um áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu. Það gleymir því líka að þéttbýlið eins og við Faxaflóa mun aldrei geta þrifist án jaðarbyggða. Um leið og þær hrynja fer fljótt að saxast á innviði þéttbýlisins sem byggja m.a. á að þjónusta dreifbýlið. Það mun síðan augljóslega fljótt leiða til fólksflótta þéttbýlisbúa úr landi. Slík þróun er vel þekkt fyrirbæri bæði hér á landi og í útlöndum. 
 
Annar angi af þessu lýsir sér í yfirgangi og frekju ofdekraðra minnihlutahópa. Þannig reyndi einn slíkur að knýja þjóðina inn í ríkjasamsteypu Evrópusambandsins með valdi. Það átti að gera án þess að nokkrum í þessum „lýðræðiselskandi“ hópi dytti í hug að spyrja þjóðina fyrst um hvort hún vildi ganga í þennan klúbb. Í dag býr ESB við mikla óvissu ekki síst varðandi gjaldmiðil sinn, evruna, sem hríðfellur um þessar mundir. Samt heggur þessi hópur í sama knérunn.  
 
Athyglisvert var að heyra Lars Christensen, yfirmann grein­ingardeildar Danske bank, á fundi sem Íslandsbanki stóð fyrir í Hörpu á miðvikudagsmorgun. Ekki styðja hans orð þá ráðagjörð að spyrða Ísland saman við efnahagsblokk ESB, − þvert á móti.  
 
Lars benti á að íslenska hagkerfið væri í eðli sínu ekkert líkt því evrópska, heldur líkara því sem gerist í Noregi, Kanada og á Nýja-Sjálandi. Því mætti segja að út af efnahagslegum ástæðum væri ekki heppilegt fyrir Íslendinga að tengja krónuna við evru. Nær væri að tengja hana við kanadískan eða nýsjálenskan dollar. Ein leið væri líka að taka hreinlega upp aðra hvora þessara mynta á Íslandi. Þannig talaði bankamaður sem gjörþekkir efnahagsveruleikann í ESB-landinu Danmörku.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f