Ekkert heyleysi í borginni
Bændur voru snöggir að bregðast við auglýsingu Reykjavíkurborgar sem birtist í Bændablaðinu í nóvember. Þar óskaði borgin eftir að fá að kaupa 200 heybagga til að hjálpa til við að skapa hlýlega og notalega stemningu á torgum á aðventunni. Viðbrögðin urðu framar vonum, að sögn Guðrúnar Soffíu Björnsdóttur verkefnastjóra og brá Reykjavíkurborg á það ráð að þakka bændum fyrir með skilti sem var komið fyrir á Selfossi í byrjun desember.
