Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eiturmyndandi bakteríur í vatnsbólum
Mynd / VH
Fréttir 5. október 2020

Eiturmyndandi bakteríur í vatnsbólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hafa ríflega 350 fílar fundist dauðir í Afríku­ríkinu Bótsvana. Framan af var ekki vitað hver ástæðan var en nú er talið að eiturmyndandi bakteríur sem lifa í vatnsbólum fílanna sé ástæðan.

Svæðið sem fílarnir fundust á kallast Okavango og í fyrstu var talið að dýrin hefðu smitast af vírus sem þekktur er í nagdýrum á svæðinu. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til að orsökina sé að finna hjá eiturmyndandi bakteríum sem hafi fjölgað hratt í vatnsbólum fílanna.

Um 70% fílanna sem drápust fundust í nágrenni við vatnsból. Ekki er enn vitað af hverju einungis fílar sem sóttu vatnsból á svæðinu drápust og af hverju dauði þeirra er bundinn við eitt svæði. Ein tilgáta er að fílar drekki mikið af vatni í einu og að þeir eyði miklum tíma í vatni til að baða sig.

Samkvæmt yfirlýsingu yfirvalda í landinu verða í framtíðinni gerðar mælingar á magni baktería í vatnsbólum sem fílar sækja og reynt að koma í veg fyrir frekari dauða þeirra.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f