Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Danskar eftirlitsstofnanir fundu of mikið magn þrávirkra eiturefna í eggjum. Efnið berst upp fæðukeðjuna í menn og getur valdið neikvæðum heilsufarsáhrifum.
Danskar eftirlitsstofnanir fundu of mikið magn þrávirkra eiturefna í eggjum. Efnið berst upp fæðukeðjuna í menn og getur valdið neikvæðum heilsufarsáhrifum.
Mynd / Louis Hansel
Utan úr heimi 21. febrúar 2023

Eiturefni fundust í lífrænum eggjum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

PFAS efni (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) greindust í eggjum sem framleidd eru í Danmörku.

Orsökin er rakin til fiskimjöls sem innhélt áðurnefnt efni í of háu magni. Áhyggjur eru af neikvæðum áhrifum á heilsu einstaklinga sem neyta lífrænu eggjanna í miklu magni. Sama efni fannst í eggjum sem framleidd eru á hefðbundinn máta, en í minna magni. DTU Fødevareinstituttet greinir frá í fréttatilkynningu.

PFAS efni finnast meðal annars í viðloðunarfríum pottum og pönnum, ásamt vatnsfráhrindandi fatnaði. PFAS efni geta haft neikvæð áhrif á æxlun og eru talin vera krabbameinsvaldandi. Þessi efni eru kölluð þrávirk þar sem þau brotna ekki að fullu niður í náttúrunni og eru mörg ár að leysast upp í líkamanum eftir inntöku. Þetta er dæmi um efni sem berst upp fæðukeðjuna, en í þessu tilfelli var leiðin frá fiskum upp í hænsn og þaðan í fólk.

Umrætt efni fannst í eggjum frá lífrænum eggjaframleiðendum um alla Danmörku í rannsókn sem framkvæmd var af DTU Fødevareinstituttet í samstarfi við Fødevarestyrelsen. Magnið sem fannst er yfir mörkum sem Evrópusambandið setti á matvæli 1. janúar síðastliðinn. Líklegt er talið að sambærilegt hámark PFAS efna verði sett á dýrafóður til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig.

Áður en áðurnefnd mörk voru sett á matvæli er hugsanlegt að PFAS innihald hafi oft náð þeim mörkum sem mældust í lífrænu eggjunum núna. Þessi efni eru skaðvaldar hjá öllum aldurshópum, en sérstaklega er tekið fram að börn á aldrinum fjögurra til níu ára sem borða að meðaltali tvö og hálft egg á viku, innbyrði of mikið magn eiturefnanna, þegar styrkleiki efnisins er sá sem hann mældist núna.

Kit Granby, hjá DTU Fødevareinstituttet, segir fóðurframleiðendur í Danmörku leita leiða til að skipta út fiskimjöli fyrir aðrar fóðurtegundir. Með því ætti magn PFAS í eggjum frá hænum sem innbyrtu eiturefnin að minnka um helming á fjórum til sjö dögum. Granby er bjartsýn á að með því verði þetta tiltekna vandamál úr sögunni.

Skylt efni: Lífræn ræktun

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...