Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lífrænt vottaðar kindur á Miðhrauni II á Snæfellsnesi.
Lífrænt vottaðar kindur á Miðhrauni II á Snæfellsnesi.
Mynd / smh
Fréttir 27. september 2017

Einungis tvær umsóknir bárust í lífræna aðlögunarstyrki

Höfundur: smh
Tvær umsóknir bárust í sumar til Búnaðarstofu um aðlögunarstyrki fyrir lífrænan landbúnað. 
 
Þær bíða nú afgreiðslu, að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu Matvælastofnunar. Með nýjum búvörusamningum var bætt verulega við stuðning til aðlögunar að lífrænum landbúnaði. Nú er gert ráð fyrir 35 milljónum til styrkveitinga árlega, en áður nam heildarupphæðin 3,5 milljónum. Markmiðið er að aðstoða framleiðendur við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í vottaðri lífrænni búvöruframleiðslu og auka framboð lífrænna vara á markaði.
 
Stöðnun í lífrænum landbúnaði á Íslandi
 
Vottað lífrænt land á Íslandi er vel undir tveimur prósentum af nytjalandi og er þar meðtalið land til jurtasöfnunar, sem í sumum tilvikum eru stór svæði. Ísland virðist vera að dragast meira aftur úr löndum í Vestur-Evrópu hvað varðar þróun í lífrænum landbúnaði og framleiðendum með lífræna vottun fækkaði lítillega á árunum 2012 til 2016. Kaupmönnum virðist þó bera saman um að aldrei hafa verið meiri eftirspurn á Íslandi eftir vörum með lífræna vottun.
 
Um 30 milljónir óráðstafað
 
Jón Baldur segir að reglur um aðlögunarstyrkina geri ráð fyrir að hægt sé að styrkja hvern umsækjanda að hámarki um helming af áætluðum kostnaði við aðlögunina. Þó geti stuðningur við hvern og einn aldrei numið meira en 20 prósent af þeirri heildarupphæð sem er til ráðstöfunar á ári. Jón Baldur segir ljóst að þær 35 milljónir sem voru teknar frá til að styrkja aðlögun að lífrænni ræktun muni ekki nýtast á þessu ári eins og til var ætlast.
 
„Það eru vissulega vonbrigði og augljóst að þennan styrkjaflokk verður að kynna betur. Ég tel að um 30 milljónir króna verði óráðstafað á þessu ári, sem framkvæmdanefnd búvörusamninga þarf að taka afstöðu til hvað eigi gera við.“ 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...