Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þreskivél af gerðinni JF MS 707 framleidd í kringum 1980. Fyrsta vélin af slíku tagi sem kom að Lambavatni. Við notkun var hún tengd við traktor.
Þreskivél af gerðinni JF MS 707 framleidd í kringum 1980. Fyrsta vélin af slíku tagi sem kom að Lambavatni. Við notkun var hún tengd við traktor.
Mynd / ÁL
Líf og starf 2. nóvember 2022

Einu þreskivélar Vestfjarða

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lambavatn á Rauðasandi er eini bærinn á Vestfjörðum sem hefur stundað markvissa kornrækt á seinni árum. Til þess að geta nýtt byggið sem fóður er nauðsynlegt að hafa aðgang að vélum sem geta þreskt á haustin. Þess vegna eru tvær þreskivélar á Lambavatni og mjög líklegt að þær séu þær einu sem hafa verið í notkun á Vestfjörðum.

Upphaf kornræktar á Lambavatni má rekja til ársins 1999, þegar Þorsteinn keypti traktorsdrifna þreskivél úr þrotabúi á öðrum bæ á Rauðasandi. Þangað hafði vélin verið keypt skömmu áður, en var aldrei notuð. Hún er af gerðinni JF MS 707, framleidd í kringum 1980. Árið 2000 hóf hann jarðvinnu og sáði korni í nokkra hektara um vorið. Eftir það var kornrækt á bænum samfleytt til ársins 2017. Stórtækastir voru Lambavatnsbændur árið 2011 þar sem sáð var í tíu hektara.

Traktorsdrifnu þreskivélina segir Þorsteinn hafa verið nokkuð erfiða í notkun. Hún var knúin áfram af afturhjóladrifnum Zetor sem gat átt í vandræðum með að komast yfir akurinn í blautu árferði. Aflið er flutt milli vélarhluta með reimum sem getur haft ókosti í för með sér.

Ef ein reim slitnar getur verið nauðsynlegt að losa margar aðrar reimar til að koma nýrri reim fyrir.

Sjálfkeyrandi þreskivél af gerðinni Massey Ferguson 16 kom að Lambavatni árið 2009. Hún var í notkun til ársins 2017 þegar hún bilaði.

Árið 2009 kom sjálfkeyrandi Massey Ferguson 16 þreskivél, árgerð 1988, á bæinn sem leysti JF MS vélina af hólmi. Massey Ferguson þreskivélin var betri að því leyti að hún var afkastameiri og með betra útsýni yfir kornið. Hún var líka með stærri dekk sem gerði henni kleift að fara yfir blautara land en hin.
Það kom þó ekki í veg fyrir að hún sykki ef aðstæður voru nógu slæmar. Fyrir utan nokkrar festur segir Þorsteinn að notkun vélanna hafi gengið klakklaust fyrir sig.

Undir lokin var þreskivélin farin að láta á sjá vegna ryðs og var henni endanlega lagt árið 2017 þegar kúplingin skemmdist. Þorsteinn reiknar ekki með að endurvekja kornrækt á bænum.

Skylt efni: saga vélar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...