Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elvar Einarsson á Syðra­Skörðugili reið með hóp af Svíum, Norðmönnum og Finnum ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.
Elvar Einarsson á Syðra­Skörðugili reið með hóp af Svíum, Norðmönnum og Finnum ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.
Mynd / Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Fréttir 6. október 2023

Einstök upplifun

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Elvar Einarsson, hrossaræktandi og bóndi á Syðra- Skörðugili í Skagafirði, sækir Laufskálaréttir heim ár hvert.

Elvar, ásamt fjölskyldu sinni, býður upp á hestatengda ferðaþjónustu í Skagafirði og nágrenni og m.a. ferðir í Laufskálaréttir á haustin. Í ár reið Elvar með hóp erlendra ferðamanna til rétta. Í hópnum voru Svíar, Norðmenn og Finnar ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.

Elvar segir að dagurinn hafi verið frábær í alla staði. „Það var geggjuð upplifun að ríða í dalinn á laugardeginum, veðrið var algjörlega frábært og það var svo mikil ró yfir öllu.“

Vakið hefur athygli hversu margir mættu ríðandi í dalinn en talið er að um 500 manns hafi verið á baki. „Ég hef aldrei verið á hestbaki í svona stórum hóp og held að jafnvel fleiri en 500 manns hafi verið á baki. Þetta var einn af mínum merkilegustu dögum sem ég hef lifað, dagurinn var í alla staði frábær,“ segir Elvar.

Aðspurður hvers vegna Laufskálaréttir séu jafn vinsælar og raun ber vitni segir Elvar að það sé margt sem heilli. „Náttúran og landslagið í Kolbeinsdal er einstakt. Þar er mikil saga og fjöldi gamalla eyðibýla sem riðið er fram hjá. Að fá tækifæri að ríða með svo stórum hópi knapa og lausra hrossa í rekstri er ekki eitthvað sem er í boði á hverjum degi. Það er mikilfengleg sjón að sjá stóðið koma niður úr Kolbeinsdal og í réttina. Svo eru Skagfirðingar einstaklega góðir gestgjafar og hingað er gott að koma.“

Elvar segir að lokum að þeir bændur og eigendur hrossanna sem reka hross á fjall í Kolbeinsdal og standa fyrir Laufskálaréttum eigi þakkir skildar fyrir að halda í þessa hefð. „Það er ekki sjálfgefið að bændur nenni að standa í þessu og að fá yfir sig fjölda af ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum, við réttarstörf. Frá því að ég man eftir mér þá hafa Laufskálaréttir verið stórviðburður og gleðin verið við völd og verður þannig vonandi áfram um ókomna tíð.“

Skylt efni: Laufskálarétt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...