Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elvar Einarsson á Syðra­Skörðugili reið með hóp af Svíum, Norðmönnum og Finnum ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.
Elvar Einarsson á Syðra­Skörðugili reið með hóp af Svíum, Norðmönnum og Finnum ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.
Mynd / Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Fréttir 6. október 2023

Einstök upplifun

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Elvar Einarsson, hrossaræktandi og bóndi á Syðra- Skörðugili í Skagafirði, sækir Laufskálaréttir heim ár hvert.

Elvar, ásamt fjölskyldu sinni, býður upp á hestatengda ferðaþjónustu í Skagafirði og nágrenni og m.a. ferðir í Laufskálaréttir á haustin. Í ár reið Elvar með hóp erlendra ferðamanna til rétta. Í hópnum voru Svíar, Norðmenn og Finnar ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.

Elvar segir að dagurinn hafi verið frábær í alla staði. „Það var geggjuð upplifun að ríða í dalinn á laugardeginum, veðrið var algjörlega frábært og það var svo mikil ró yfir öllu.“

Vakið hefur athygli hversu margir mættu ríðandi í dalinn en talið er að um 500 manns hafi verið á baki. „Ég hef aldrei verið á hestbaki í svona stórum hóp og held að jafnvel fleiri en 500 manns hafi verið á baki. Þetta var einn af mínum merkilegustu dögum sem ég hef lifað, dagurinn var í alla staði frábær,“ segir Elvar.

Aðspurður hvers vegna Laufskálaréttir séu jafn vinsælar og raun ber vitni segir Elvar að það sé margt sem heilli. „Náttúran og landslagið í Kolbeinsdal er einstakt. Þar er mikil saga og fjöldi gamalla eyðibýla sem riðið er fram hjá. Að fá tækifæri að ríða með svo stórum hópi knapa og lausra hrossa í rekstri er ekki eitthvað sem er í boði á hverjum degi. Það er mikilfengleg sjón að sjá stóðið koma niður úr Kolbeinsdal og í réttina. Svo eru Skagfirðingar einstaklega góðir gestgjafar og hingað er gott að koma.“

Elvar segir að lokum að þeir bændur og eigendur hrossanna sem reka hross á fjall í Kolbeinsdal og standa fyrir Laufskálaréttum eigi þakkir skildar fyrir að halda í þessa hefð. „Það er ekki sjálfgefið að bændur nenni að standa í þessu og að fá yfir sig fjölda af ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum, við réttarstörf. Frá því að ég man eftir mér þá hafa Laufskálaréttir verið stórviðburður og gleðin verið við völd og verður þannig vonandi áfram um ókomna tíð.“

Skylt efni: Laufskálarétt

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f