Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Í deiglunni 8. nóvember 2018

Einn af hápunktum sumarsins

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðivötn eru án efa einn af mínum uppáhaldsstöðum yfir sumarið og reyni ég að fara sem oftast,“ segir Halldór Gunnarsson þegar hann ræðir um veiðisumarið í sumar.
 
„Við ákváðum þetta sumarið að fara öll í fjölskyldunni saman yfir verslunarmannahelgina til að reyna fyrir okkur, en dóttirin hefur sýnt mikinn áhuga á að kíkja eitthvað í veiði með gamla. Það var búið að vera tiltölulega rólegt yfir hjá okkur þennan afskaplega fallega dag, utan nokkra af minni gerðinni úr Stóra Hraunvatni, og Litlasjó. Þá þurfti ég að lenda í því óhappi að slíta flugulínuna við Stóra Hraunvatn, en í staðinn fyrir að gefast upp þá var línan bara hnýtt saman með tvöföldum naglahnút og haldið áfram.
Í hverjum túr í Veiðivötn er alltaf stoppað um stund við Rauðagíg, þennan flotta gíg sem geymir svo marga risana.
 
Hér ætlaði ég að reyna að láta dótturina fá einn stóran. En eftir töluverðan tíma og mörg köst án þess að verða var við nokkuð ákváðum við að segja þetta gott og hendast niður að Litlasjó. Dóttirin arkaði af stað en ég ákvað að taka 2 köst í lokin og viti menn.  – Þegar flugan var að sökkva í síðasta kastinu er rifið í af offorsi og þessi tignarlegi hængur tekur stökkið með agnið í kjaftinum. Brösuglega náðist þessi 10,5 punda höfðingi á land í góðri samvinnu við dótturina. Var þetta án efa einn af hápunktum sumarsins hjá okkur, og klárlega borgaði sig að hnýta löskuðu flugulínuna saman. 
 
Rauðigígur gefur kannski ekki marga ár hvert, en stórir eru þeir sem þarna dvelja,“ sagði Halldór að lokum.

Skylt efni: Veiðivötn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...