Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Einfalt bylgjuteppi
Hannyrðahornið 14. september 2015

Einfalt bylgjuteppi

Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í teppið færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi, á www.garn.is og á útsölustöðum víða um land. 
 
Þetta einfalda bylgjuteppi er tilvalið verkefni til þess að hafa yfir sjónvarpinu. Þótt uppskriftin sé einföld þá er hún langt frá því að vera óspennandi. Möguleikar á útfærslum eru fjölmargir því hver og einn heklari ákveður eigin stærð og litasamsetningu.
 
 
Garn: Kartopu Basak – einlitt, 
Kartopu Marine – sjálfmunstrandi.
Heklunál: 4 mm
 
Hvað þarf mikið garn í teppi?
Stærð: 70 x 100 cm = 6 dokkur, 100 x 150 = 12 dokkur, 140 x 200 = 21 dokkur, 140 x 220 = 23 dokkur
 
Skammstafanir og merkingar:
L – lykkja, LL – loftlykkja, ST – stuðull, OST – opinn stuðull. 
 
Fitjið upp margfeldið af 14, bætið svo við 2 LL.
(Þetta þýðir að þú fitjar upp 14, 28, 42, 56… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 2 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi).
 
1. umf: 1 ST í 3. L frá nálinni, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins ein lykkja er eftir, í hana eru heklaðir 2 ST. Snúið við. (Með því að hekla aðeins í aftari hluta lykkjunnar næst þessi upphleypta áferð).
 
2. umf: 2 LL, 1 ST í fyrstu lykkjuna (í þessu mynstri er heklað strax í fyrstu lykkjuna því það er verið að auka út, en venjulega er þessari fyrstu lykkju sleppt), 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * út umferð, til þess að klára umferðina eru heklaðir 2 ST í aðra LL af þeim tveim sem gerðar voru í byrjun síðustu umferðar. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til teppið hefur náð æskilegri lengd.
 
 
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Elín Guðrúnardóttir
www.garn.is

2 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...