Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búfénaður hefur drepist og fólk hefur veikst vegna PFAS-mengunar í
Búfénaður hefur drepist og fólk hefur veikst vegna PFAS-mengunar í
Mynd / Kristyn Lapp
Utan úr heimi 22. október 2024

Eilífðarefni í ræktarlandi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hátt hlutfall eilífðarefna hefur fundist í landbúnaðarafurðum í Bandaríkjunum. Það er rakið til notkunar skólps sem áburð á ræktarlönd sem hófst fyrir áratugum síðan.

Bandarísk stjórnvöld hafa um áratugaskeið hvatt bændur til að nýta hreinsað skólp frá sveitarfélögum sem áburð. Seyran er uppfull af næringarefnum og með þessu er komist hjá urðun. Nýjar rannsóknir benda til þess að skólpið, sem kemur bæði frá heimilum og iðnaði, getur innihaldið PFAS. Þessi eilífðarefni hafa nú fundist í miklu magni í ræktarlandi í ríkjum eins og Texas, Maine, Michigan, New York og Tennessee. The New York Times greinir frá.

Þessi þrávirku eilífðarefni, sem eru oft kölluð PFAS, safnast upp í vistkerfum og geta borist í menn meðal annars í gegnum fæðu. Fjölmörg efni sem eru notuð í allt frá útivistarfatnaði, viðloðunarfríum steikarpönnum og ýmsu sem viðkemur iðnaði eru nefnd PFAS. Neikvæð áhrif þeirra á heilsu manna og dýra hafa komið í ljós á undanförnum áratugum.

Lífræn bú hafa ekki sloppið

PFAS efnin berast úr ræktarlandinu í fóður, þaðan sem það safnast upp í búfénaði og hefur það greinst í mjólk og kjöti. Bú þar sem er stunduð lífræn ræktun hafa ekki sloppið, en PFAS getur varðveist í jarðvegi í áratugi og haldið áfram að valda skaða löngu eftir að notkun mengaðs skólps er hætt.

Yfirvöld í Michigan voru meðal þeirra fyrstu sem fóru að kanna eilífðarefni í skólpi sem er notað til áburðar. Þar hefur öll landbúnaðarframleiðsla um ókomin ár frá einu býli verið stöðvuð vegna sérlega hás hlutfalls PFAS í jarðveginum. Ekki hefur verið lagst út í víðtæka könnun á PFAS í ræktarlandi í ríkinu þar sem óttast er að það valdi víðtækum efnahagslegum skaða innan landbúnaðargeirans.

Árið 2022 voru yfirvöld í Maine þau fyrstu í Bandaríkjunum til að banna notkun skólps til áburðar. Það er jafnframt eina ríkið sem hefur lagst í markvissa könnun á magni PFAS í ræktarjörð. Hingað til hefur mengun mælst á 68 af meira en hundrað bújörðum sem hafa verið skoðaðar, en til stendur að kanna meira en þúsund.

Málsókn bænda í Texas

Í Texas hafa nokkrir bændur hafið málsókn þar sem búfénaður hefur drepist í miklu magni. Annars vegar gegn Synagro, sem er fyrirtækið sem útvegaði skólpáburð, og hins vegar gegn Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA), þar sem stofnunin var ekki með nógu öflugt regluverk yfir notkun skólps. EPA hefur fylgst með sýklum og þungmálmum en ekki PFAS, þrátt fyrir stöðugt auknar vísbendingar um slæm áhrif eilífðarefna á heilsuna.

Bændurnir tengja veikindi búfénaðarins við notkun mengaðs skólps á nágrannajörð sem barst í grunnvatnið. Í málsókn þeirra kemur fram að ein tegund af PFAS hafi mælst í grunnvatni í hlutföllunum 1.300 hlutar á móti trilljón og innihélt lifur dauðfædds kálfs sambærilegt PFAS efni í hlutföllunum 610.000 hlutar á móti trilljón. Þó það sé ekki fullkomlega samanburðarhæft hefur EPA mælst til þess að í drykkjarvatni séu tvær tilteknar tegundir PFAS efna ekki yfir 4 hlutum á móti trilljón. Ein trilljón samsvarar milljón billjónum.

Notkun á skólpi sem áburð hófst eftir að bann var lagt við að losa það í ár og vötn árið 1972. Bent hefur verið á að bann við notkun skólpáburðar sé ekki endilega lausnin, því eftir að Maine tók fyrir slíka notkun hefur þurft að flytja það í nágrannaríki þar sem urðunarstaðir geta ekki tekið við því. Lausnin felist frekar í því að banna notkun PFAS í vörur og fara fram á að iðnfyrirtæki hreinsi affallið frá sér áður en það er sent í skólphreinsistöðvar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f