Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eilíf litadýrð á Espiflöt
Mynd / smh
Líf&Starf 16. júní 2016

Eilíf litadýrð á Espiflöt

Höfundur: smh
Á Garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti var starfsfólk í óðaönn við að setja saman litskrúðuga blómavendi er tíðindamaður Bændablaðsins átti leið um sveitir Suðurlands fyrir síðustu helgi. Þegar stórir viðburðir eru í nánd er handagangur í öskjunni á Espiflöt og að þessu sinni var undirbúið fyrir sjómannadagshelgina og eins er 17. júní á næsta leiti.
 
Hjónin Sveinn A. Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir hafa átt og rekið stöðina frá 1998, en þau eru bæði garðyrkjufræðingar frá Garðyrkjuskóla Íslands. Sveinn, sem er fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubænda, eftirlét Axel, syni sínum, umsjónina með stöðinni árið 2014. Þau hjónin eru þó enn starfsmenn í stöðinni og áfram er hún rekin af þeim þremur. 
 
Lilja Björk Sæland, dóttir Axels, er blómarósin á Espiflöt. 
 
Espiflöt sérhæfir sig algjörlega í afskornum blómum allan ársins hring og telst hún vera sú stærsta sinnar tegundar með um 20 prósenta markaðshlutdeild. Framleiðslan er mjög fjölbreytt og þar má finna tegundir eins og geislafífla, liljur, silkivendi, rósir, sólliljur og chrysur í öllum mögulegum litum og stærðum, en að sögn Axels er blái liturinn þó frekar sjaldgæfur í afskornum blómum. „Við erum samt með örfáar tegundir sem eru með blá blóm, vegna þess að það er alltaf talsverð eftirspurn eftir þeim í vendi, ekki síst fyrir stráka og herra – til dæmis við útskriftir. En hann er líka eftirsóttur við athafnir þegar vísað er í íslenska fánann, eins í jarðarfarir og opinberar athafnir til dæmis.“ 
 
Fylgjum tíðarandanum
 
„Tískan getur verið mjög mismunandi. Stundum eru það litirnir sem ráða en önnur ár eru það ákveðin blóm og þá skipta litirnir minna máli. Við reynum að sjálfsögðu að fylgja tíðarandanum og árstímunum. Vor og sumar eru bjartir litir í bleiku, gulu og appelsínugulu. Á haustin eru fölari litir sem líkja eftir náttúrunni í rauðu, appelsínugulu og bleiku. Veturinn er oft erfiðari að lesa í.
 
Allar pantanir sem við fáum inn á okkar borð fara í gegnum Grænan Markað sem er okkar heildsala. Sumir vendir eru pantaðir með nákvæmri forskrift um hvernig þeir eigi að vera, en með aðra getur starfsfólkið leikið sér með. Bestu og verðmætustu blómin fara í sérverslanir,“ segir Axel.

8 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...