Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Eicher-dráttarvélar
Á faglegum nótum 10. nóvember 2014

Eicher-dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bræðurnir Joseph og Albert Eicher hófu framleiðslu á Eicher-dráttarvélum árið 1936 í litlu þorpi skammt frá München í Bæjaralandi í Þýskalandi.

Framleiðslan gekk vel og á næstu fimm árum framleiddu þeir ríflega eitt þúsund litla og fremur einfalda traktora með vélum frá Deutz.

Eftir lok heimsstyrjaldarinnar seinni hófu bræðurnir framleiðslu á eigin díselvélum í sínar dráttarvélar og seinna fyrir dráttarvélaframleiðandann Votan. Upp úr 1970 eignaðist kanadíski armur Massey-Ferguson stóran hlut í Eicher og var þá farið að nota Perkins-vélar í traktorana. Framleiðslan jókst jafnt og þétt og um 1990 var fjöldi Eicher-véla orðinn 120.000 og um 2.000 vélar framleiddar á ári.

Árið 1959 setti fyrirtækið upp verksmiðju á Indlandi þar sem vélarnar eru framleiddar enn í dag. Vélar framleiddar fyrir Evrópumarkað eru aðallega litlir traktorar sem notaðir eru í vínrækt og sérhannaðir til þess að passa milli raða af vínviðarplöntum.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f