Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Cathy Krentel og Þorsteinn Logi í Egilsstaðakoti.
Cathy Krentel og Þorsteinn Logi í Egilsstaðakoti.
Á faglegum nótum 21. ágúst 2018

Egilsstaðakot og Lækur í gróffóðurkeppni Yara

Yara á Íslandi stendur fyrir gróffóðurkeppni milli útvaldra bænda víðs vegar um landið.  Markmið keppninnar er að vekja athygli á gróffóðuröflun og hvetja menn til að leita allra leiða til að bæta gæði og magn uppskerunnar. 
 
Nú er fyrsta slætti að ljúka hjá flestum bændum landsins og jafnvel dæmi um að bændur á Norðurlandi séu búnir að slá annan slátt.  
 
Tíðarfarið þetta árið hefur haft mikil áhrif á gróffóðurgæðin. Fyrir það fyrsta hafa bændur ekki forþurrkað eins og gjarnan er stefnt að. Því ríkir nokkur óvissa um hvernig hefur tekist til með verkunina, sérstaklega í ljósi þess að hráefnið er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Í annan stað hefur fyrsti sláttur dregist víða og því eru gróffóðurgæðin ekki eins góð og hugsast getur. Staðan er þó afar ólík á milli svæða og dæmi um að bændur hafi í fyrsta slætti náð miklum og góðum heyjum. Það er aldrei eins mikilvægt og nú að huga að því að senda gróffóðursýni til greiningar.
 
Síðustu tveir keppendurnir í gróffóðurkeppni Yara 2018 eru frá Egilsstaðakoti og Læk í Flóa.
 
Egilsstaðakot í Flóa
 
Í Egilsstaðakoti í Flóa búa Þorsteinn Logi Einarsson og Cathy Krentel. Búið er með mjólkurkýr, sauðfé, nautaeldi og hross.
 
Gróffóðuröflun: Ræktað land er um 150 ha.  Á síðustu árum hefur verið aukið nokkuð við ræktarland. Allt gróffóður er verkað í rúllur.  Í mjólkurkýrnar er miðað við að þurrefni fóðurs sé um 35% þurrefni en í sauðféð er reynt að þurrka meira eða upp undir 60–70%.
 
Áburðar­áætlun: Áburðaráætlun er unnin af bóndanum sjálfum.  Stuðst er við niðurstöður heysýna við gerð áburðaráætlana og reynslu fyrri ára.  Jarðvegur er bæði mýri og mólendi.  Mýrarnar eru nokkuð súrar og þarf að kalka.  
 
Jarðrækt: Árlega eru endurræktaðir um 30 ha.  Jarðræktin er nokkuð fjölbreytt.  Grænfóður ræktað bæði til beitar og sláttar ásamt korni.  Látið er líða 3–4 ár þar til sáð er grasfræi.  Reynt er að vera með hreint vallarfoxgras í kýrnar og blöndu af vallarfox- og vallarsveifgrasi í þau tún sem er meira beitt af sauðfé. Reynt er að sá grasfræi snemma vors, þannig að uppskera náist sáðárið.
 
 
Lækur í Flóa
 
Á Læk í Flóa búa Ágúst Guðjónsson og Margrét Drífa Guðmundsdóttir.  Búskapurinn er fyrst og fremst mjólkurkýr, en einnig eru á búinu nokkur hross. Ágúst og Margrét hafa búið á Læk í 4 ár.
 
Gróffóðuröflun: Ræktað land er um 80 ha þar af eru um 10 ha beittir.  Gróffóður er allt verkað í rúllur.  Markmið er að forþurrka að 35–40% og nota íblöndunarefni.  Að jafnaði eru teknir tveir slættir af stærstum hluta túnanna. Verktaki er notaður til að slá og binda í rúllur.
 
Áburðaráætlun: Áburðaráætlun er unnin heima á búinu. Við gerð áburðaráætlunar er horft mikið til heyefnagreininganna.  Tún eru flest á mýrlendi og þörf á því að kalka.
 
Jarðrækt: Á hverju ári er verið að endurvinna um 10–15 ha.  Nýræktun er lokað á 2.–3. ári. Sáð er rýgresi, höfrum eða blöndu af rýgresi og höfrum á fyrsta ári. Árið sem nýræktinni er lokað er grasfræi skjólsáð með höfrum. Ýmist er sáð fræblöndum eða hreinu vallarfoxgrasi.
 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...