Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26 talsins.
Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26 talsins.
Mynd / smh
Fréttir 1. nóvember 2023

Eftirspurn mun minni en framboð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Haldinn var tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk þann 1. nóvember. Í annað sinn í röð er á markaði mun minni eftirspurn en framboð.

Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða nam 1.048.500 lítrum, en heildarmagn greiðslumarks sem boðið var fram í sölutilboðum var 3.287.023 lítrar.

Matvælaráðuneytinu bárust 47 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 26. Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í gildi sé ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 389 krónur á lítrann. Við opnun tilboða hafi komið fram jafnvægisverðið 300 krónur á lítrann.

Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði var 16, en fjöldi sölu- tilboða yfir jafnvægisverði var 17. Greiðslumark sem óskað var eftir var 1.600.500 lítrar. Heildarandvirði þess greiðslumarks sem viðskipti náðu til nam 314.550.000 krónum.

Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra voru níu og selja 70,4 prósent af sínu framboðna magni, en kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 31 og fá allt það magn sem sóst var eftir.
Í tilkynningunni kemur fram að sala greiðslumarks fari nú fram samkvæmt gildum tilboðum.

Matvælaráðuneytið muni senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...