Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
EFTA úrskurður er þvert á íslensk lög
Skoðun 5. febrúar 2016

EFTA úrskurður er þvert á íslensk lög

Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir á bloggsíðu sinni að réttur þjóðar til að verja fæðuöryggi sitt og heilbrigði einstaks búfjár eigi að vera í höndum innlendra stjórnvalda.

„Það að Eftadómstóllinn þykist hafa ráðgefandi stöðu til leyfa óheftan innflutning á hráu ófrosnu kjöti til Íslands gengur þvert gegn íslenskum lögum og þjóðarhagsmunum.“

Segir hann að Ástralía og Nýja Sjáland eru heppin að vera ekki EES. En reglur þar til að vernda þarlenda matvælaframleiðslu og heilbrigði dýrastofna séu miklu harðari en hér.

„Við erum ekki verið að banna innflutning á kjötvörum heldur að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt gagnvart heilbrigði íslenskra dýrastofna.

EES samningurinn var á sínum tíma afmarkaður um viðskipti með tiltekna vöruflokka. Þeir sem að honum stóðu sýndu reyndar valdníðslu, mikið kæruleysi og litla þekkingu á fullveldishagsmunum Íslands.
Enda þorðu þeir ekki að leggja EES -samninginn í dóm þjóðarinnar þótt stór hluti hennar hafi  skrifað undir áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu. 

En síðan hefur þá hefur samningurinn víkkað út annarsvegar vegna stöðugrar eftirgjafar íslenskra stjórnvalda og hinsvegar að felld hafa verið undir hann æ fleiri svið sem ekki heyrðu til hans í upphafi. EES samningurinn gengur nú þegar í mörgu gegn stjórnarskránni.

Íslensk lög kveða skýrt á um að innflutningur á hráu ófrosnu kjöti er óheimill. Það er mjög sérkennilegt og verulegt hættumerki ef EES samningurinn á að standa ofar  öryggismálum Íslands og íslenskum lögum.“

Í samtali við Bændablaðið sagði Jón að íslensk stjórnvöld eigi að sjálfsögðu að verja þau lög sem Alþingi setti um bann við innflutning á hráu kjöti. Ef þau þyki á einhvern hátt óskýr þá eigi einfaldlega að skerpa á þeim. 

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...