Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eflum eldvarnir á heimilum í dreifbýli
Á faglegum nótum 28. nóvember 2023

Eflum eldvarnir á heimilum í dreifbýli

Höfundur: Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri BÍ og Garðar H. Guðjónsson, Samþykkt framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins.

Heimili í dreifbýli eru yfirleitt þannig í sveit sett að langt er í næstu slökkvistöð og útkallstími slökkviliðs því langur ef eldur kemur upp og aðstoðar er þörf.

Eldvarnir og fyrstu viðbrögð heimilisfólks geta því ráðið miklu um hvernig fer fyrir fólki og eignum. Margir gera sér grein fyrir þessu og tryggja að eldvarnir heimilisins séu ævinlega eins og best verður á kosið. Aðrir þurfa sannarlega að gera betur.

Mikilvægt er auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að eldur komi upp og reyni á eldvarnir heimilisins og setji fólk í hættu. Það má gera með ýmsum hætti; fara gætilega með opinn eld, sýna aðgát við matseld, hlaða snjalltæki í öruggu umhverfi og tryggja að raflagnir séu í lagi.

Reykskynjarar bjarga mannslífum

En vilji svo óheppilega til að eldur komi upp á heimili reynir á eldvarnirnar og viðbrögð fólks. Áríðandi er að tryggja að heimilisfólk fái viðvörun um að eldur og reykur sé á heimilinu. Því þarf að tryggja að nægjanlegur fjöldi virkra reykskynjara sé fyrir hendi.

  • Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum, ekki síst þar sem raf- og snjalltæki eru notuð og hlaðin. Þá á að minnsta kosti að setja upp framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu.
  • Gott er að hafa hitaskynjara í votrýmum og bílskúr.
  • Prófaþarfreykskynjaraaðminnsta kosti árlega. Algengast er að rafhlöður í nýjum reykskynjurum endist í fimm til tíu ár en skipta þarf árlega um rafhlöðu í skynjurum með 9 v rafhlöðu. Endurnýja skal reykskynjara á tíu ára fresti.

Samtengdir reykskynjarar eru áskjósanleg lausn, ekki síst á stærri heimilum og þar sem húsnæði er á fleiri en einni hæð. Ef einn samtengdur reykskynjari fer í gang fara þeir allir í gang. Þar sem þráðlaust net er fyrir hendi er hægt að tengja skynjarana í síma heimilisfólks í gegnum app.

Slökkvibúnaður og flóttaleiðir

Mörgum hefur tekist að bjarga verðmætum og koma í veg fyrir stórslys með notkun einfalds slökkvibúnaðar sem þarf að vera fyrir hendi á öllum heimilum.

  • Slökkvitæki eiga að vera við helstu útgöngudyr. Þau eiga að vera sýnileg og aðgengileg þegar gengið er um íbúðina svo að allir viti hvar þau eru ef nauðsynlegt reynist að nota þau.
  • Eldvarnateppi á að vera á sýnilegum stað í eldhúsi.

Enginn ætti þó að setja sig eða aðra í hættu við slökkvistarf. Mikilvægast er að tryggja að allir komist heilir út og hringja í neyðarnúmerið, 112. Allir á heimilinu eiga að hafa aðgang að tveimur eða fleiri greiðum flóttaleiðum. Fjölskyldan þarf að ákveða stað utandyra þar sem allir hittast þurfi fjölskyldan að yfirgefa heimilið.

Tækifærið er núna!

Bændasamtökin og Eldvarnabandalagið hafa samið við Eldvarnamiðstöðina um að selja félagsmönnum í Bændasamtökunum eldvarnabúnað á sérstökum afsláttarkjörum. Allar upplýsingar um tilboð Eldvarnamiðstöðvarinnar er að finna á Bændatorginu. Við hvetjum félagsmenn til þess að yfirfara nú eldvarnir heimilisins og nýta sér tilboðið til að efla þær eftir þörfum. Tækifærið er núna!

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...