Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hildur María Hilmarsdóttir og Böðvar Þór Unnarsson nutu sín vel á sviðinu.
Hildur María Hilmarsdóttir og Böðvar Þór Unnarsson nutu sín vel á sviðinu.
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf. Biskupstungna var frumsýndur þann 25.mars sl. en þar kynntust áhorfendur eiganda gullfiskabúðar, honum Pétri sem áætlar að láta sig hverfa að næturlagi með fúlgur illa fengins fjár. Sú áætlun gengur þó ekki sem skyldi vegna þess að synir hans uppkomnir, ákveða að kíkja í heimsókn til hans á örlagatíma auk þess sem hinar ýmsu persónur flækjast í málið.

Blaðamaður var boðinn á þessa fyrstu sýningu sem kitlaði hláturtaugarnar sannarlega og má ekki annað segja en að leikararnir hafi allir saman átt stórleik. Þau Hildur María Hilmarsdóttir og Böðvar Þór Unnarsson blómstruðu í hlutverkum Binna og Öldu, Aðalheiður Helgadóttir kom inn á sviðið eins og eldibrandur í hlutverki Stínu og parið Dóri og Eyvi ( Sindri Mjölnir Magnússon og Þórarinn Valgeirsson) voru uppspretta mikils hláturs fyrir túlkun sína.

Leikmynd var fagurlega uppsett, allt frá litavali veggjanna til snúrusíma húseigenda, og mætti reyndar segja að símsvarinn hafi sýnt stórleik og persónulegan þátt í skemmtanagildi sýningarinnar sem fyrir var þó fyllt upp í topp.

Bráðfyndið og lifandi leikrit sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og greinilega mikil ánægja í gangi hjá áhorfendum sem fylltu salinn.

Miðasala er á tix og við innganginn en hér má næstu sýningar sem áætlaðar eru, en stefnan er sett á 12 sýningar alls.
2. sýning 27. mars Kl 17
3. sýning 30. mars Kl. 20
4. sýning 1. apríl kl. 20
5. sýning 2. apríl kl. 20
6. sýning 3. apríl kl. 17

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...