Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eðlilegt að búgreinin beri ábyrgð á ræktunarstarfinu
Fréttir 22. október 2014

Eðlilegt að búgreinin beri ábyrgð á ræktunarstarfinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður standa yfir milli Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands um að LK kaupi Nautastöð BÍ að Hesti í Borgarfirði. Ekki er enn ljóst hvort af kaupunum verði en það skýrist fljótlega.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að viðræður um kaup LK á Nautastöð Bændasamtaka Íslands standi yfir en endanleg ákvörðun um kaupin hafi ekki enn verið tekin. „Frumkvæði að viðræðunum er komið frá okkur og Bændasamtökin hafa líka sýnt málinu áhuga. LK vill að búgreinin taki stöðina yfir og beri þannig sjálf ábyrgð á ræktunarstarfinu. Þannig er það hjá öðrum búgreinum og okkur finnst það sama eigi að gilda um nautgriparæktina.“

Ákvörðunar að vænta fljótlega

Að sögn Baldurs skýrist fljótlega hvort af kaupunum verður en stjórn BÍ mun væntanlega taka málið fyrir fljótlega og taka ákvörðun um áframhaldið.  Baldur segir að meðal annars sé ekki búið að semja um endanlegt verð enn.

20 til 30 naut til sæðistöku

Nautastöð Bændasamtaka Íslands er á Hesti í Borgarfirði. Á hverju ári eru keyptir um 70 smákálfar að Nautastöð BÍ að Hesti og úr hverjum árgangi koma 22 til 30 naut til sæðistöku, önnur eru felld vegna þess að þau þroskast ekki, stökkva ekki eða mæður þeirra falla í kynbótamati. Í stöðinni á Hesti eru 24 sæðisnautastíur, fjórar stíur fyrir uppeldið, sem geta tekið kálfa og svo einangrunarstöð sem tekur 12 kálfa. 

Árlega eru teknir á bilinu 120 til 170 sæðisskammtar úr nautum á stöðinni og rúmlega 50 þúsund eru sendir til frjótækna um allt land.

Aðstæður í stöðinni eru eins og best verður á kosið og hún uppfyllir kröfur Evrópusambandsins um útflutning á nautasæði. Starfsmenn stöðvarinnar eru tveir.

Áhugi fyrir útflutningi á nautgripasæði úr íslenskum nautum

„Landssambandi kúabænda berast á hverju ári fyrirspurnir um sæði úr íslenskum nautum erlendis frá og okkur langar til að skoða þann möguleika frekar og flytja út íslenskt nautgripasæði sé markaður fyrir það,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, að lokum.

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...