Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
E.coli og blý í kannabis
Utan úr heimi 19. nóvember 2024

E.coli og blý í kannabis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Rannsókn háskólans Manchester Metropolitan University sýnir að kannabis sem verslað er með á götum í Bretlandi inniheldur skaðlegar örverur.

Háskólinn kannaði sextíu sýni sem lögreglumenn á stórborgarsvæði Manchester og í Norðymbralandi höfðu gert upptæk í störfum sínum. Níutíu prósent af þeim innihéldu ýmist myglu eða sveppagró, átta prósent innihéldu blý og fundust bakteríur af salmonellu- og E.coli stofni í tveimur prósentum. Í rúmum fjórðungi sýnanna fundu rannsakendur jafnframt gervikannabínóíða, eins og Spice og KT, sem geta verið skaðlegir. Frá þessu er greint í breskum miðlum eins og Mirror og Metro.

Rannsóknin var gerð í samstarfi við fyrirtækið Curaleaf Clinic sem ræktar kannabis til lækninga. Þar kom jafnframt fram að tveir þriðju þeirra sem kaupa ólöglegt kannabis nota efnið til að glíma við heilsufarsvandamál, eins og kvíða, þunglyndi og langvinna verki. Fulltrúar Curaleaf Clinic vilja með þessu vekja neytendur til umhugsunar um mögulega skaðsemi ólöglegs kannabis og benda á að í Bretlandi sé hægt að fá marijúana gegn lyfseðli.

Skylt efni: kannabis | E. coli

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...