Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
E.coli og blý í kannabis
Utan úr heimi 19. nóvember 2024

E.coli og blý í kannabis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Rannsókn háskólans Manchester Metropolitan University sýnir að kannabis sem verslað er með á götum í Bretlandi inniheldur skaðlegar örverur.

Háskólinn kannaði sextíu sýni sem lögreglumenn á stórborgarsvæði Manchester og í Norðymbralandi höfðu gert upptæk í störfum sínum. Níutíu prósent af þeim innihéldu ýmist myglu eða sveppagró, átta prósent innihéldu blý og fundust bakteríur af salmonellu- og E.coli stofni í tveimur prósentum. Í rúmum fjórðungi sýnanna fundu rannsakendur jafnframt gervikannabínóíða, eins og Spice og KT, sem geta verið skaðlegir. Frá þessu er greint í breskum miðlum eins og Mirror og Metro.

Rannsóknin var gerð í samstarfi við fyrirtækið Curaleaf Clinic sem ræktar kannabis til lækninga. Þar kom jafnframt fram að tveir þriðju þeirra sem kaupa ólöglegt kannabis nota efnið til að glíma við heilsufarsvandamál, eins og kvíða, þunglyndi og langvinna verki. Fulltrúar Curaleaf Clinic vilja með þessu vekja neytendur til umhugsunar um mögulega skaðsemi ólöglegs kannabis og benda á að í Bretlandi sé hægt að fá marijúana gegn lyfseðli.

Skylt efni: kannabis | E. coli

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...