Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dýraríkið í máli og myndum
Líf og starf 4. febrúar 2021

Dýraríkið í máli og myndum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið íslenska bókmenntafélag hefur sent frá sér bókina Dýraríki eftir Örnólf Thorlacius. Bókin, sem er í tveimur bindum, er í senn uppfull af fróðleik um dýr af öllum stærðum og gerðum, allt frá örsmáum frumdýrum til stærstu spendýra. Stórglæsilegt rit sem nýtist öllum sem hafa hinn minnsta áhuga á náttúrufræði.

Í bókunum er fjallað í máli og myndum um lífsstörf og líkamsgerð dýra, flokkun þeirra og helstu eiginleika, og sagt frá hegðun og sérkennum fjölda einstakra tegunda. Farið er víða yfir og fléttað saman fræðilegum texta og forvitnilegum frásögnum.

Ástríða fyrir fróðleik

Örnólfur var líffræðingur og kennari og kom víða við og er bæði höfundur margra bóka auka þess sem hann var stórvirkur þýðandi. Dýraríkið er hans metnaðarfyllsta ritverk og ber vitni ævilangri ástríðu fyrir hvers kyns fróðleik tengdum dýraríkinu. Örnólfi entist ekki aldur til að fylgja ritinu eftir til útgáfu og sáu Árni Thorlacius lífefnafræðingur, Lárus Thorlacius eðlisfræðingur og Magnús Thorlacius líffræðingur um að ljúka verkinu en allir eru þeir afkomendur Örnólfs.

Frá einfrumungum til hryggdýra

Ritið hefst á almennri umfjöllun um vettvang og sögu dýrafræðinnar, meginflokkun dýra, lífsstörfum þeirra og líkamsgerð. Síðan er mismunandi fylkingum dýraríkisins skipulega lýst, frá einfrumungum til vefdýra, hryggleysingjum til hryggdýra. Fyrra bindið endar á ítarlegri umfjöllun um fugla og í seinna bindinu er sagt frá fiskum, froskdýrum og skriðdýrum og loks okkar nánustu ættingjum á skyldleikatrénu, spendýrunum.


Ritið er ríkulega myndskreytt og því fylgir ítarleg atriðisorðaskrá.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...