Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Líf og starf 24. júní 2024

Drottningarfórn fyrir mát

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson.

Það er fátt skemmtilegra í skák en að fórna drottningu fyrir mát. Það er þó sjaldgæft að sú staða komi upp og þó nokkur dæmi eru um að skákmenn, sem hafa fengið upp þannig stöðu, missa af því og sjá það ekki fyrr en eftir á, þegar skákinni er lokið.

Aðalsteinn Leifs Maríuson, sem á ættir sínar að rekja í Hlíðskóga í Bárðardal, tefldi stutta en snarpa skák fyrir skákfélagið Goðann á Íslandsmóti skákfélaga í mars árið 2023. Skákin endaði með því að Aðalsteinn mátaði andstæðing sinn í aðeins 15 leikjum, eftir að hafa boðið drottninguna sína á silfurfati í 12. leik. Andstæðingur Aðalsteins þáði hana ekki, enda mjög svo grunsamlegt þegar þú færð svona boð upp í hendurnar. Hann valdi hins vegar ekki besta leikinn í kjölfarið og flæktist í þvinguðu mátneti þar sem hann þáði reyndar drottninguna á endanum, en þá var skákin töpuð.

Þetta var fyrsta kappskák Aðalsteins, en hann hafði fram að því einungis teflt atskákir eða hraðskákir.

Skák þessi vakti þó nokkra athygli meðal liðsfélaga hans því það er sjaldgæft að bjóða upp á drottningarfórn fyrir mát og hvað þá í sinni fyrstu kappskák. Aðalsteinn tefldi aðra ekki ósvipaða skák í október 2023 en reikna má með umfjöllun um hana síðar.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Aðalsteinn Leifs Maríuson (Goðinn) var með svart. Svartur á leik. 12....Dh3! (Hvítur má ekki drepa drottningu svarts þar sem Bh4 er mát) 13. fxe3 - Bh4+ 14. g3 - Dxg3+ 15. hxg3 - Bxg3 mát! Eftir 13. leik hvíts verður tap alltaf niðurstaðan.

Skylt efni: Skák

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...