Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna starfshóp sem afla á upplýsinga og finna rannsóknum á drómasýki farsælan farveg.

Á deildarfundi hrossabænda var samþykkt tillaga þess efnis að stofnaður yrði starfshópur sem tæki saman stöðu rannsókna á drómasýki í íslenskum hrossum.

Sonja Líndal dýralæknir.

Sonja Líndal, dýralæknir og hrossaræktandi á Lækjarmóti, bar fram tillöguna á fundinum og hefur stjórn hrossabændadeildar þegar beðið hana að fara fyrir starfshópnum. „Vandamálið er vaxandi. Grípa þarf í taumana svo hægt verði að rækta kvillann úr stofninum enda er oft og tíðum um gríðarlegt fjárhagslegt tjón að ræða fyrir hrossaræktendur,“ segir hún en í tillögunni segir að margir dýralæknar og hrossaræktendur telji að drómasýki sé að aukast í hinum ræktaða hrossastofni.

Óstöðug og hengja haus

Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er að sögn Sonju arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni. „Þess á milli er allt eðlilegt að sjá. Einkennin eru mismikil á milli einstaklinga en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar felldir þar sem þeir eru óöruggir til reiðar og óskynsamlegt að nota til undaneldis. Arfberar sjúkdómsins sýna ekki einkenni,“ segir Sonja.

Vilja opinbera arfbera

Starfshóp um drómasýki er ætlað að greiða götur rannsókna sem Freyja Imsland erfðafræðingur hefur unnið um sjúkdóminn auk þess að skoða möguleika á styrkjum og frekari rannsóknum um sjúkdóminn.

„Það verður vonandi til þess að upplýsingar um arfbera sjúkdómsins yrðu gerðar opinberar,“ segir Sonja.

Skylt efni: drómasýki

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f