Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna starfshóp sem afla á upplýsinga og finna rannsóknum á drómasýki farsælan farveg.

Á deildarfundi hrossabænda var samþykkt tillaga þess efnis að stofnaður yrði starfshópur sem tæki saman stöðu rannsókna á drómasýki í íslenskum hrossum.

Sonja Líndal dýralæknir.

Sonja Líndal, dýralæknir og hrossaræktandi á Lækjarmóti, bar fram tillöguna á fundinum og hefur stjórn hrossabændadeildar þegar beðið hana að fara fyrir starfshópnum. „Vandamálið er vaxandi. Grípa þarf í taumana svo hægt verði að rækta kvillann úr stofninum enda er oft og tíðum um gríðarlegt fjárhagslegt tjón að ræða fyrir hrossaræktendur,“ segir hún en í tillögunni segir að margir dýralæknar og hrossaræktendur telji að drómasýki sé að aukast í hinum ræktaða hrossastofni.

Óstöðug og hengja haus

Drómasýki, sem stundum er kölluð svefnsýki, er að sögn Sonju arfgengur sjúkdómur þar sem arfhreinir einstaklingar hengja haus og slangra óstöðugum fótum eins og þeir hafi fengið góðan skammt af deyfilyfi hjá dýralækni. „Þess á milli er allt eðlilegt að sjá. Einkennin eru mismikil á milli einstaklinga en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar felldir þar sem þeir eru óöruggir til reiðar og óskynsamlegt að nota til undaneldis. Arfberar sjúkdómsins sýna ekki einkenni,“ segir Sonja.

Vilja opinbera arfbera

Starfshóp um drómasýki er ætlað að greiða götur rannsókna sem Freyja Imsland erfðafræðingur hefur unnið um sjúkdóminn auk þess að skoða möguleika á styrkjum og frekari rannsóknum um sjúkdóminn.

„Það verður vonandi til þess að upplýsingar um arfbera sjúkdómsins yrðu gerðar opinberar,“ segir Sonja.

Skylt efni: drómasýki

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...