Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Dreifbýlisbúar greiða allt að 34% hærra almennt raforkuverð en þéttbýlisbúar
Fréttir 28. október 2016

Dreifbýlisbúar greiða allt að 34% hærra almennt raforkuverð en þéttbýlisbúar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Árið 2003 voru samþykkt ný raforkulög á Alþingi og við það er skilið á milli framleiðslu og sölu rafmagns annars vegar og flutnings og dreifingar hins vegar. Þetta hefur greinilega leitt til verulegrar hækkunar orkuverðs, sér í lagi fyrir flutning raforku í dreifbýlinu. Í þessu felst mikil mismunun milli íbúa landsins og virðist það þvert á fögur fyrirheit við setningu laganna. 
 
Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu verkfræðistofunnar EFLU um þróun orkuverðs. Er hækkunin talsvert umfram verðlagsvísitölu ekki síst hjá RARIK og Orkubúi Vestfjarða, en Norðurorka er með lægsta verðið. 
 
EFLA hefur fylgst náið með þróun raforkuverðs hérlendis og unnið nokkrar skýrslur fyrir iðnaðarráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Landsvirkjun. Þar hefur verið fjallað um raforkuverð til heimila og fyrirtækja og fram kemur að verð á raforkudreifingu hefur hækkað misjafnlega eftir orkufyrirtækjum.
Aðskilnaðurinn var gerður á milli framleiðslu og flutnings á raforku með nýjum raforkulögum 2003. Var það í takt við samninga um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Fullyrt var við þessa breytingu að þetta væri gert, „til að láta samkeppnina leiða til hagræðingar og sjálfbærrar nýtingar á auðlindinni, notendum rafmagnsins og eigendum að auðlindinni til hagsældar“. Reynslan fyrir almenna neytendur, sér í lagi í dreifbýli, virðist þó hafa verið þveröfug. 
 
Tiltölulega lítill munur á raforkuverði án dreifingar
 
Þegar rýnt er út fyrir það sem í skýrslunni stendur og í gjaldskrár orkufyrirtækjanna á netinu, sést að verðið er æði mismunandi. Orkubú Vestfjarða (OV) er með ágæta reiknivél á sinni vefsíðu sem einfaldar fólki að gera samanburð í þessum frumskógi. Þar kemur fram að verð á raforkunni án flutnings er lægst hjá Orkubúi Vestfjarða og Rafveitu Reyðarfjarðar eða 6,70 kr. á kWst (kílówattstund) með virðisaukaskatti. Þá kemur Fallorka með 6,78 kr., Orka náttúrunnar er með 6,80 kr., HS Orka með 6,94 kr. og Orkusalan með 6.99 kr. á kWst. Munurinn á hæsta og lægsta verði á raforkunni er því 29 aurar á kWst. samkvæmt reiknivél OV. 
 
Mikill munur á dreifingarkostnaði
 
Þegar litið er á þau fyrirtæki sem gefin eru upp sem flutningsaðilar á raforku er munurinn mun meiri og er jafnframt verulegur á milli dreifbýlis og þéttbýlis, en einungis OV og RARIK eru þarna gefin upp með báða kostina. Verðið inniheldur bæði 24% virðisaukaskatt og jöfnunargjald sem er 0,30 kr. á kWst. Engar niðurgreiðslur eru vegna almennrar raforkunotkunar eins og gert er varðandi raforku til húshitunar. 
  • Þar er dreifing orku hjá RARIK í þéttbýli á 6,46 krónur á kWst., en 9,57 kr. á kWst í dreifbýli. 
  • Hjá OV kostar dreifing í þéttbýli 6,84 kr. kWst., en 9,32 kr. í dreifbýli.
  • Hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) kostar dreifing í þéttbýli 7,55 kr. 
  • Hjá Rafveitu Reyðarfjarðar kostar dreifing í þéttbýli 6,56 kr. á kWst. 
  • Hjá HS veitum kostar dreifing í þéttbýli 6,67 kr. á kWst.
  • Hjá Norðurorku kostar dreifing í þéttbýli 6,03 kr. á kWst.
  • Ef tekið er samanlagt verð fyrir raforku og dreifingu í dreifbýli er verðið óhagstæðast hjá RARIK og OV fylgir þar fast á eftir.
  • Hjá RARIK er kostnaðurinn fyrir dreifbýlisbúa 16,27 kr. á kWst., á meðan þéttbýlisviðskiptavinir RARIK þurfa einungis að greiða 13,16 kr. á kWst. Er þá miðað við að viðskiptavinir geti valið um ódýrasta verðið á raforkunni sjálfri óháð fyrirtæki, eða 6,7 kr. á kWst. 
  • Hjá Orkubúi Vestfjarða þurfa dreifbýlisbúar að greiða 16,02 kr. á kWst., en þéttbýlisbúar 13,54 kr. á kWst. Ódýrast er heildar orkuverðið hjá viðskiptavinum Norðurorku sem búa í þéttbýli. Þar kostar kílówattstundin „aðeins“ 12,77 krónur. 
Um 34% munur á hæsta og lægsta heildar orkuverði
 
Í skýrslu EFLU er  miðað við að meðal heimilisnotkun á raforku, væntanlega fyrir utan húshitunarkostnað, sé 4,5 MWst. (megawattstundir = milljón Watt stundir).
 
Ef skoðuð eru hæsta og lægsta verð til neytenda í þéttbýli og dreifbýli yfir heilt ár fyrir þetta orkumagn er munurinn sláandi. Þar er þéttbýlisbúi sem skiptir við Norðurorku að greiða 54.465 krónur á meðan viðskiptavinur RARIK í dreifbýlinu þarf að greiða 73.215 krónur, eða ríflega 34% hærra gjald. 
 
63% munur á dreifingarkostnaði
 
Dreifingarkostnaðurinn skekkir myndina verulega, enda eðlilega dýrara að dreifa orku í strjálbýli. Spurningin er hvort ekki sé réttlætanlegt að jafna þennan aðstöðumun til að styðja við byggð í dreifbýli. Fyrir fólk í þéttbýli sem kaupir af Norðurorku er dreifingarkostnaðurinn 27.135 krónur fyrir 4,5 MWst. á ári. Hann er aftur á móti 43.065 krónur fyrir sama orkumagn hjá RARIK til fólks í dreifbýli eða 63% hærri. Þá er búið að taka inn í dæmið jöfnunargjald, sem nemur 30 aurum á kílówattstund og 24% virðisaukaskatt. 
 
Dreifbýlisheimilum er líka refsað með skattheimtu
 
Það ýkir svo skekkjuna að 24% virðisaukaskattur er lagður ofan á orkuverðið og flutning óháð því hversu hátt það er. Þeir sem búa við hæsta verðið greiða þannig fleiri krónur í ríkissjóð fyrir orkunotkunina en þeir sem bestra kjara njóta í þéttbýlinu. 
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...