Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Draumur þyngist um tvö kíló á dag
Fréttir 15. febrúar 2019

Draumur þyngist um tvö kíló á dag

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í júní árið 2017 voru keyptar 38 kýr af íslenskum bændum og skömmu síðar var fósturvísum úr norsku Aberdeen Angust holdakúakyni komið fyrir í kúnum. Ellefu kýr héldu og fæddust kálfarnir síðastliðið haust og er von á fyrsta kjötinu af þeim á markað næsta haust.

Að sögn Sveins Sigurmundssonar, framkvæmdastjóra Búnaðar­sambands Suðurlands og Nautíss,  dafna kálfarnir vel og vaxa hratt um þessar mundir.

Kálfurinn Draumur skömmu eftir burð. Við þyngdarmælingar sýnir hann þyngdaraukningu upp á um tvö kíló á dag.

„Kálfarnir eru vigtaðir hálfsmánaðarlega og þyngjast vel, oft um og yfir 1,5 kíló á dag. Sá sem mestan vöxt sýnir er Draumur og er oft með þungaaukningu yfir tvö kíló á dag sem er óvenju mikið.“

Rólegir og geðgóðir

„Fyrsti Angus-kálfurinn fæddist 30. ágúst síðastliðinn og hlaut nafnið Vísir. Síðan komu kálfarnir einn af öðrum í heiminn og þegar síðasta kýrin bar um miðjan september höfðu fæðst tólf  kálfar, sjö kvígur og fimm naut en ein kýrin bar tveimur kvígum. Burðurinn gekk yfirleitt vel en í tveimur tilfella þurfti aðstoð. Í öðru tilvikinu kom ekki sótt á kúna og í hinu var um afturfótafæðingu að ræða.
Mikill lífsþróttur er í kálfunum og þeir áberandi rólegir og geðgóðir.“

Einangrun lýkur í júlí

Sveinn segir að kálfarnir hafi verið færðir í einangrun snemma í október eftir góða dvöl í kálfagarði í góðviðrinu í september og fylgdu sex kýr þeim inn í einangrunina.

„Einangruninni lýkur í byrjun júlí næsta sumar og þá má taka sýni úr gripunum. Að lokinni greiningu er hægt að fara að taka sæði úr þeim haustið 2019 sem verður flutt á Nautastöð BÍ og dreift þaðan. Þá verða nautin seld hæstbjóðanda á útboði eða uppboði sem á eftir að útfæra nánar og mun sæði standa bændum til boða næsta haust. Kvígurnar verða sæddar með innfluttu sæði og væntanlega teknir fósturvísar úr þeim sem verða boðnir bændum,“ segir Sveinn.

Sveinn segir að fyrsta kjötið af kálfunum sé væntanlegt á markað í fyrsta lagi um áramótin 2021 og 2022. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...