Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dráttarvél fór niður um ís og bóndinn skreið út um afturrúðuna
Mynd / Björgunarfélagið Blanda
Líf og starf 6. febrúar 2019

Dráttarvél fór niður um ís og bóndinn skreið út um afturrúðuna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Mér varð ekki meint af, fékk smávegis vatn ofan í annað stígvélið, annað var það nú ekki,“ segir Páll Þórðarson, bóndi á Sauðanesi, sem lenti í því að missa dráttarvél sem hann ók eftir Svínavatni niður um ísinn.

Páll kveðst áður hafa ekið eftir vatninu nokkrar ferðir og þá verið í lagi með ísinn, en af einhverjum ástæðum hefði hann verið veikari fyrir á þessum stað en annars staðar. „Það var frekar grunnt á þessum slóðum og ég met það ekki svo að ég hafi verið hætt kominn, þetta er bara óhapp sem ég komst óskaddaður frá,“ segir hann. Páll náði að koma sér út um afturrúðuna áður en vélin sökk.

Björgunarsveitin Blanda á Blönduósi var kölluð út og fór vaskur hópur félaga með tæki og tól á staðinn og hóf aðgerðir til að bjarga vélinni upp úr vatninu. Vélin var um það bil 20 metra frá landi og stóð um það bil helmingur hússins upp úr vatninu.

Björgunarsveitarmenn mættir á svæðið með beltagröfu Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. 

Beltagrafa braut sér leið að vélinni

Brugðið var á það ráð, eftir að aðstæður höfðu verið metnar, að fá lánaða beltagröfu sem er í eigu Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. og stóð við Laxárvirkjun. Án hennar hefði aðgerðin tekið mun lengri tíma með keðjusögum og öðrum verkfærum. Beltagrafan braut sér leið í gegnum ísinn að vélinni og var hún að því búnu dregin að landi.

„Þetta fór allt eins vel og það gat farið og er dráttarvélin nú komin inn á verkstæði í afvötnun og þurrkun,“ segir í Facebook-færslu Björgunarsveitarinnar Blöndu.

Páll hefur fengið vélina í hendur á ný en kveðst ekki vita enn um tjón, enn sé óljóst hvort rafkerfið hafi þolað að blotna. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...