Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Antoníus Sigurðsson.
Antoníus Sigurðsson.
Mynd / Aðsend
Menning 16. desember 2024

Djúpavogsskáldið loks komið á bók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fáir lifa ástar án er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Antoníus Sigurðsson, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var að senda frá sér.

Antoníus Sigurðsson (1875–1944) var eitt þekktasta alþýðuskáld Austurlands á sinni tíð og hafði auknefnið Djúpavogsskáld.

Hann var fæddur og uppalinn á Berufjarðarströnd. Foreldrar hans voru Halldóra Gísladóttir og Sigurður Sigurðarson frá Krossgerði en hann ólst upp hjá hjónunum Kristínu Bessadóttur og Sigurði Ásmundssyni í Kelduskógum. Hann minntist fósturforeldranna og átthaganna með mikilli hlýju í ljóðum sínum.

Vísur hans gengu manna á meðal

Kona Antoníusar var Þórunn Erasmusdóttir úr Meðallandi og eignuðust þau dótturina Ragnhildi árið 1901. Þau hófu búskap á Djúpavogi árið 1906 og þar biðu störf verkamannsins Antoníusar. Einnig var hann mörg sumur kaupamaður í sveitum, m.a. í Löndum í Stöðvarfirði og á Berunesi í Berufirði. Hann var sjálfmenntaður og fékkst við barnakennslu í heimahúsum, auk þess að vera lengi meðhjálpari í Djúpavogskirkju.

Antoníus varð strax á unga aldri kunnur fyrir háttbundna ljóðagerð sína og fékk í viðurkenningarskyni auknefnið Djúpavogsskáld. Aðeins fá ljóða hans og lausavísna hafa birst á prenti en hann hélt kveðskapnum saman og fjöldi vísna hans flaug
manna á milli.

Búverk og trúariðkun toguðust á

Kristján Ingimarsson á Djúpavogi ritar lokaorð. „Ljóð Antoníusar bera það með sér að hann hefur verið tilfinninganæmur eins og skáld eru gjarnan, líf hans hefur ekki alltaf verið dans á rósum en náttúran, fjölskylda og vinir hafa veitt honum gleði og hamingju“, segir m.a. í lokaorðunum og fram kemur að ljóðin beri þess vitni að Antoníus hafi verið trúmaður. Finna megi togstreitu milli þess að sinna búverkum og iðka trúna.

Bókin er 135 síður í harðspjöldum og er 24. bókin í röðinni Austfirsk ljóðskáld. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefur, sem fyrr segir, út.

Skylt efni: bókaútgáfa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...