Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ragnar Eiríksson tekur við Michelin-styttunni.
Ragnar Eiríksson tekur við Michelin-styttunni.
Mynd / Mynd / skjáskot frá viðburðinum
Fréttir 22. febrúar 2017

DILL fær Michelin-stjörnu

Höfundur: smh
DILL Restaurant hlaut í morgun eina Michelin-stjörnu, sem er ein eftir­sóttasta viðurkenning í heimi veitingahúsareksturs. 
 
DILL er þar með fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem fær stjörnu, en Michelin veitir ýmist eina, tvær eða þrjár stjörnur. Sjaldgæft er að veittar séu þrjár stjörnur og einungis þeir sem státa af nánast óaðfinnanlegum veitingastöðum að mati Michelin hlotnast slíkur heiður. 
 
Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum, tók við viðurkenningunni í gærmorgun, þegar Michelin Nordic Guide-viðburðurinn var haldinn.  Hann sagðist af því tilefni vera stoltur og auðmjúkur – og að þetta væri afar mikilvægt fyrir allan veitingahúsarekstur á Íslandi. Þar kom líka fram að einungis fimm manns eru í matreiðsluteyminu á DILL Restaurant.
 
Þess má geta að Færeyingar fengu líka sína fyrstu Michelin-stjörnu þegar KOKS í Þórshöfn fékk eina stjörnu. 

Skylt efni: DILL Restaurant | Michelin

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...