Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ragnar Eiríksson tekur við Michelin-styttunni.
Ragnar Eiríksson tekur við Michelin-styttunni.
Mynd / Mynd / skjáskot frá viðburðinum
Fréttir 22. febrúar 2017

DILL fær Michelin-stjörnu

Höfundur: smh
DILL Restaurant hlaut í morgun eina Michelin-stjörnu, sem er ein eftir­sóttasta viðurkenning í heimi veitingahúsareksturs. 
 
DILL er þar með fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem fær stjörnu, en Michelin veitir ýmist eina, tvær eða þrjár stjörnur. Sjaldgæft er að veittar séu þrjár stjörnur og einungis þeir sem státa af nánast óaðfinnanlegum veitingastöðum að mati Michelin hlotnast slíkur heiður. 
 
Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumeistari á veitingastaðnum, tók við viðurkenningunni í gærmorgun, þegar Michelin Nordic Guide-viðburðurinn var haldinn.  Hann sagðist af því tilefni vera stoltur og auðmjúkur – og að þetta væri afar mikilvægt fyrir allan veitingahúsarekstur á Íslandi. Þar kom líka fram að einungis fimm manns eru í matreiðsluteyminu á DILL Restaurant.
 
Þess má geta að Færeyingar fengu líka sína fyrstu Michelin-stjörnu þegar KOKS í Þórshöfn fékk eina stjörnu. 

Skylt efni: DILL Restaurant | Michelin

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...