Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Rúmlega 26 þúsund færri dilkar komu nú til slátrunar í september miðað við sama tíma á síðasta ári.
Rúmlega 26 þúsund færri dilkar komu nú til slátrunar í september miðað við sama tíma á síðasta ári.
Mynd / smh
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ári.

Þetta sést í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands þar sem einnig kemur fram að heildarkjötframleiðslan í september var 6% minni.

Svínakjötsframleiðsla var 6% meiri og kjúklingakjötsframleiðsla 10% meiri. Þá var nautakjötsframleiðslan 1% meiri miðað við september 2024.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru framleidd dilkakíló mun færri nú í september en undanfarin ár. Miðað við september á síðasta ári voru framleidd tæplega 400 þúsund kílóum minna. Rúmlega 26 þúsund færri dilkar komu nú til slátrunar í september miðað við sama tíma á síðasta ári.

Ef horft er aftur til ársins 2021 sést að um 890 þúsund kílóa minni framleiðsla var nú í september.

Miðað við undanfarin ár má búast við að svipuðum fjölda dilka hafi verið slátrað í október og september, en tölur um októberframleiðsluna eru ekki komnar inn í gagnasafn Hagstofu Íslands.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...