Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dílaskarfur
Mynd / Ólafur Andri Víðisson
Líf og starf 24. janúar 2024

Dílaskarfur

Höfundur: Ólafur Andri Víðisson

Dílaskarfur er stór sjófugl sem heldur til við Ísland allt árið. Varpstöðvarnar eru að langmestu leyti í hólmum og skerjum í Faxaflóa og Breiðafirði. En á veturna finnast þeir með ströndinni í kringum allt landið. Ein önnur náskyld tegund, toppskarfur, finnst einnig á Íslandi en hann er nokkuð minni. Dílaskarfur er fiskiæta og veiðir fiska með því að kafa eftir þeim. Hans helsta fæða eru botnfiskar líkt og koli og marhnútur en einnig aðrar tegundir. En dílaskarfur ólíkt toppskarfi eiga það til að leita upp með ám og í ferskvatn og veiða silung. Dílaskarfar hafa sést nokkuð langt inn til landsins m.a. við vötn inni á hálendi. Skarfarnir gleypa fiskinn í heilu lagi og jafnvel fiska sem virðast nokkuð stórir miðað við fuglinn. En skarfurinn á myndinni gerðist helst til gráðugur þegar hann náði sér í ansi vænan urriða efst í Elliðaám. Urriðinn hefur líklega verið 1 til 1,5 kg og tókust þeir á nokkurn tíma þar sem skarfurinn gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til að gleypa þennan stóra urriða. Á endanum hafði
urriðinn betur og komst undan.

Skylt efni: fuglinn

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f