Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Mynd / Bústólpi
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Fóðurblandan í Reykjavík hefur verið með umboðið fyrir DeLaval á meðan Bústólpi hefur sinnt þjónustunni fyrir DeLaval á landsvísu frá árinu 2016. Bústólpi er dótturfyrirtæki Fóðurblöndunnar.

Hanna Dögg Maronsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bústólpa, segir að með þessu sé allt ferlið frá upphafi til enda komið á einn stað. Bústólpi hefur sett upp alla mjaltaþjóna undanfarin ár og eru þeir sem koma að þjónustu og uppsetningu starfsmenn fyrirtækisins.

Hún vonast til að með þessu verði þjónustan skilvirkari, en hún gerir ekki ráð fyrir að viðskiptavinir verði varir við miklar breytingar. Nú starfa sjö manns í DeLaval-deild fyrirtækisins og hefur Bústólpi ráðið til starfa viðskiptastjóra sem verður með aðsetur fyrir norðan. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á viðbótarhúsnæði á Akureyri til að hýsa lagerinn.

Á landinu eru í kringum 120 DeLaval-mjaltaþjónar í notkun á um hundrað búum og er gangsetning þriggja til viðbótar í burðarliðnum. Hanna Dögg telur að markaðshlutdeild DeLaval sé í kringum 35 til 40 prósent á móti öðrum tegundum mjaltaþjóna eins og Lely, GEA og Fullwood-Merlin. Miðað er við að róbót af nýjustu gerð DeLaval geti sinnt allt að 70 kúm. Fyrsti DeLaval-mjaltaþjónninn tók til starfa á íslensku kúabúi árið 2002, en sá elsti sem enn er í notkun var gangsettur árið 2006.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...