Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Skógarhöggsvél af gerðinni Komatsu sem hefur verið við grisjun hér á landi með lettneskum vinnuhópi.
Skógarhöggsvél af gerðinni Komatsu sem hefur verið við grisjun hér á landi með lettneskum vinnuhópi.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 9. nóvember 2022

Deilt er um grisjun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eigendur eina sérhæfða grisjunarbúnaðar Íslands eru ósáttir við Skógræktina þar sem vinnuflokkur frá Lettlandi var fenginn til að sinna mikilli grisjun í þjóðskógum.

Verktakarnir Jens Líndal og Guðmundur Geirsson, eigendur íslenska grisjunarbúnaðarins, segjast vera tilneyddir til að selja tækjabúnaðinn sinn úr landi ef verkefnin verða áfram sett í hendur erlends vinnuafls. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir eðlilegt að samkeppni sé á þessum markaði og að erlendi vinnuflokkurinn hafi verið á vegum íslensks aðila. Forsaga málsins er sú að umræddar vélar voru keyptar til landsins árið 2014 af Kristjáni Má Magnússyni og gerði Skógræktin samning við hann um að tryggja þeim verkefni við grisjun. Jens og Guðmundur keyptu þessar vélar af Kristjáni árið 2021 og gerði Skógræktin eins samning við þá og hafði verið gerður við fyrri eiganda. Guðmundur og Jens túlka samninginn sem svo að markmiðið hafi verið að byggja upp innlenda þekkingu og markað fyrir grisjun hér á landi. Umræddur samningur var forsenda þess að þeir fengju lán fyrir vélunum.

Sett af sérhæfðum vélum

Vélarnar sem um ræðir eru af gerðinni Gremo og eru tvær aðskildar einingar – skógarhöggsvél annars vegar og útkeyrsluvél hins vegar.

Jens á skógarhöggsvélina sem sér um að höggva trén, hreinsa af þeim greinar og saga niður í meðfærilegar einingar. Útkeyrsluvélin er í eigu Guðmundar og sér um að safna timbrinu og flytja úr skóginum. Þessi búnaður er það sérhæfður að hann nýtist ekki í neitt annað og notkun þeirra krefst mikillar þjálfunar. Kaupverðið á vélum sem þessum er hátt og segja þeir allt viðhald krefjast mikils fjármagns.

SkógarhöggsvélafgerðinniGremo.Súeinaíeiguíslenskraaðila.

Erlendur vinnuflokkur í þjóðskógum

Núna í haust heyrðu félagarnir af því að erlendur vinnuflokkur og grisjunarbúnaður sambærilegur þeirra hafi komið til landsins og fengið verkefni í þjóðskógum á vegum Skógræktarinnar.

Þeir segja að Skógræktin hafi ekki haft samráð við þá áður en umræddir aðilar komu til landsins, og á meðan hafi þeirra búnaður verið verkefnalaus. Þeir segjast hafa fengið álit lögfræðings sem hafi tjáð þeim að með því að Skógræktin hefði ekki gefið þeim kost á að bjóða í verkið hafi áðurnefndur samningur verið brotinn. Nú horfir svo við að þeir sjá fram á að þurfa að flytja sínar vélar úr landi, þar sem ekki séu næg verkefni til að standa undir kostnaði við að eiga þær.

Með því vilja þeir meina að sú reynsla og þekking sem reynt er að byggja upp hér á landi hverfi og aðgengið að vélum sem þessum verði verra. Eins og staðan er núna hefur mikið verið plantað af skógi, en grisjun sé að þeirra mati í skötulíki.

Verktakinn íslenskur

Bændablaðið setti sig í samband við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Hann sagði að þetta hefðu ekki verið erlendir aðilar, heldur hefði verið samið við fyrirtækið Tandrabretti um grisjun.

Hann staðfestir að verkefnið hafi kostað meira en 20 milljónir króna, en þar sem enginn verkþáttur fór yfir 50 millj. kr. segir hann Skógræktina ekki hafa verið skylduga til að fara í útboð. Varðandi áðurnefndan rammasamning um verkkaup sem Skógræktin gerði við Jens og Guðmund þegar þeir keyptu vélarnar segir Þröstur að sá samningur hafi ekki útilokað að Skógræktin semdi við aðra aðila um grisjun.

Skógræktin gerir ekki einokunarsamninga

Þröstur segir því að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og að Skógræktin geri ekki einokunarsamning við nokkurn verktaka. Hann bætir við að Tandrabretti sé innlendur verktaki, rétt eins og Jens og Guðmundur.

Hann segir að Skógræktinni beri ekki að skipta sér af því hvaðan starfsfólkið sem vinni verkið komi. Í þessu tilfelli hafi starfsfólkið verið frá Lettlandi og þeim sé heimilt að vinna hér þar sem þeir búa innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Mikil reynsla í Lettlandi

Magnús Þorsteinsson hjá Tandrabrettum segir erlendu aðilana hafa sýnt mikla fagmennsku, enda sé mikil hefð fyrir skógarhöggi í Lettlandi. Klár þörf sé á vélum sem þessum, enda sé komið að grisjun víða.

Skylt efni: Skógrækt | grisjun

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...