Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorvaldur Arnarsson.
Þorvaldur Arnarsson.
Í deiglunni 14. febrúar 2023

Deild landeldis nýr þátttakandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis var stofnuð innan Bændasamtaka Íslands síðasta sumar og því verður búgreinin þátttakandi í búgreinaþingi.

Þorvaldur Arnarsson, verk­efnisstjóri hjá fiskeldisfyrir­tækinu Landeldi, er formaður búgreinadeildar­ innar og hyggst bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru einnig stofnuð síðasta sumar með aðild Landeldis hf., Samherja hf., Geo Salmo, Matorku og ILFS í Vestmanna­eyjum. Undirrituð var viljayfirlýsing á milli ELDÍS og Bændasamtaka Íslands um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu á Íslandi.

„Ég er þakklátur fyrir tækifærið og hef metnað til að gera vel á þessum vettvangi.

Einmitt núna erum við í Landeldi hf. eina félagið í landeldisdeild Bændasamtaka Íslands. Við erum nýkomin inn og deildin í sjálfu sér nýstofnuð, og við erum að vinna í því þessi dægrin að kynna vettvang deildarinnar og Bændasamtakanna í heild fyrir samstarfsaðilum okkar í Landeldissamtökum Íslands,“ segir Þorvaldur um framtíð deildarinnar innan Bænda­ samtaka Íslands.

„Við höfum ekki afmarkað sérstaka málaskrá enn sem komið er fyrir búgreinaþingið, en við lítum á það sem kærkomið tækifæri til að tengjast bændasamfélaginu og vonandi eiga samtal um leiðir til að leggja okkar af mörkum með hvaða hætti sem það kann að vera.

Við lítum á okkur sem bændur þar sem við stundum matvælaframleiðslu á okkar eigin landi og leggjum mikinn metnað í að ná jákvæðum umhverfis­ áhrifum af okkar framleiðslu, vonandi til virðisauka fyrir landbúnaðarsamfélagið allt,“ bætir Þorvaldur við.

Skylt efni: Búgreinaþing

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...