Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dansandi snjór
Hannyrðahornið 4. nóvember 2019

Dansandi snjór

Höfundur: Handverkskúnst
Nú fer að kólna og þá er nú gott að hafa hlýja og fallega húfu til að skella á höfuðið. Húfan er fljótprjónuð úr hinu vinsæla Drops Air og Brushed Alpaca Silk. Uppskrift að kraganum getur þú nálgast frítt á netinu hjá Garnstudio.com, mynstur ai-135.
 
Stærðir: S/M (M/L) L/XL.
Höfuðmál:  ca 54/56 (56/58) 58/60 cm.
Garn:
- Drops Air rjómahvítur nr 01: 50 (50) 50 g og notið
- Drops Brushed Alpaca Silk rjómahvítur nr 01: 25 (25) 25 g
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 cm, nr 7 – eða sú stærð sem þarf til að fá 12 lykkjur á breidd í sléttu prjóni með 1 þræði af hvorri tegund = 10 cm. 1 mynstureining A1 = 4 cm á breidd.
 
 
HÚFA: Fitjið upp 48 (52) 56 lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði af Air og 1 þræði af Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Snúið stykkinu og prjónið síðan í hring þannig: Prjónið 1 umferð brugðna. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) alls 10 cm. Festið prjónamerki í síðustu umferð á stroffi, héðan er nú mælt. Prjónið nú mynstur A1 (= 12 (13) 14 mynstureiningar með 4 lykkjum). Eftir útaukningu í fyrstu umferð eru 60 (65) 70 lykkjur í umferð. Þegar A1 hefur verið prjónað til loka á hæðina,eru síðustu 6 umferðirnar á hæðina endurteknar þar til stykkið mælist 15 (16) 17 cm (nú eru eftir ca 6 cm til loka) – stillið af þannig að næsta umferð sem er prjónuð sé síðasta umferð í A.1 Nú er síðasta umferð í A.1 prjónuð og fækkað er um 1 lykkju brugðna í hverri einingu með brugðnum lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman (= 12 (13) 14 lykkjur færri í umferð) = 48 (52) 56 lykkjur. Prjónið síðan A.2 (= 4 lykkjur) yfir hverja mynstureiningu A.1, en passið uppá að síðustu 6 umferðirnar í A.1 hafa verið prjónaðar til loka á hæðina áður en byrjað er með A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 36 (39) 42 lykkjur á prjóninum. Prjónið 0 (1) 0 lykkju slétt, prjónið síðan 2 og 2 lykkjur slétt saman = 18 (20) 21 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 31 (32) 33 cm. Brjótið uppá stroff þannig að það verði uppábrot ca 5 cm. Húfan mælist ca 26 (27) 28 cm með 5 cm uppábroti.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 

5 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f