Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dagur íslenska fjárhundsins
Mynd / Ágúst Elí Ágústsson
Líf og starf 28. ágúst 2023

Dagur íslenska fjárhundsins

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Íslenski fjárhundurinn er þjóðarhundur Íslendinga og þann 18. júlí ár hvert er haldinn hátíðlega dagur íslenska fjárhundsins víðs vegar um landið og heiminn.

Dagurinn var haldinn hátíðlegur í áttunda sinn í ár og ávallt hefur Árbæjarsafn boðið fulltrúum tegundarinnar til sín í tilfefni dagsins.

Þórhildur Bjartmarz, hundaþjálfari og hundaeigandi, er ein af þeim sem standa að baki hátíðisdeginum. „Dagurinn er fæðingardagur Marks Watson en á sínum tíma vakti hann athygli á því að íslenski fjárhundurinn væri að deyja út og í samstarfi við hann, Sigríði Pétursdóttur og fleiri var Hundaræktarfélag Íslands stofnað árið 1969 til að vernda og stuðla að hreinræktun íslenska fjárhundsins.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim, t.d. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, auk þess sem samfélagsmiðlar eru vel nýttir til að senda kveðjur og myndir,“ segir Þórhildur.

Á heimasíðu íslenska fjárhundsins, www.dif.is, má lesa um sögu hans en þar segir að tegundin hafi komið til landsins þegar á landnámsöld. Hundurinn varð bændum ómissandi við smölun og hafa vinnueiginleikar hans aðlagast landslagi, búskaparháttum og harðri lífsbaráttu Íslendinga á liðnum öldum, en í dag er íslenski fjárhundurinn vinsæll heimilishundur. Íslenski fjárhundurinn er þekktur fyrir að vera glaður, forvitinn og vingjarnlegur hundur með ljúfa lund. Útlit hundsins er kröftugt, tæplega meðalstór að hæð, hárafar ýmist snöggt eða loðið með upprétt eyru og hringað skott. Í tilefni dagsins, þann 18. júlí sl., komu saman nokkrir fulltrúar tegundarinnar í Árbæjarsafni í Reykjavík.

8 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f