Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá Skákþingi Garðabæjar 2025.
Frá Skákþingi Garðabæjar 2025.
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Höfundur: Gauti Páll Jónsson gauti.pj@hotmail.com

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um þessar mundir 45 ára afmæli.

Tefld var atskák á tveimur kvöldum. Jafntefli greinarhöfundar gegn Degi Ragnarssyni stöðvaði hann ekki, hann tefldi af festu og fékk átta vinninga af níu, leyfði aðeins tvö jafntefli. Þrír skákmenn fengu 6½ vinning, Arnar Milutin Heiðarsson, Jóhann Ingvason og Björn Þorfinnsson. Dagur var því í ákveðnum sérflokki í þessu móti, dagsformið hefur verið gott. Björn varð skákmeistari Garðabæjar enda efstur keppenda búsettur í Garðabæ. Lenka Ptácníková varð skákmeistari Taflfélags Garðabæjar með 5½ vinning.

Á dögunum lauk einnig mikilli mótasyrpu íslenskra skákmanna á Evrópumót ýmis á vegum Evrópska Skáksambandsins. Syrpunni lauk með Evrópumóti ungmenna í Budva í Svartfjallalandi. Budva er ekki svo langt frá hólmanum Sveti Stefan þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky háðu endurkomueinvígi árið 1992. Þetta voru því sögulegar slóðir.

Árangur íslensku ungmennanna var undir pari á eló-kvarðanum fræga en það háir kannski okkur Íslendingum að láta reikna til stiga öll möguleg og ómöguleg mót, sem er ekki endilega venjan annars staðar. Sumir andstæðinga okkar eru því talsvert stigalægri en þeir væru ef þeir tækju þátt í íslensku mótahaldi. Bestum árangri náði Jósef Omarsson með fimm vinninga úr skákunum 9 og stigagróða upp á 32 stig. Jósef tefldi í flokki 14 ára og yngri. Ísland átti fulltrúa í öllum opnum flokkum frá 8 ára og yngri og upp í 18 ára og yngri, einn fulltrúa í stúlknaflokki 16 ára og yngri, og einn fulltrúa í stúlknaflokki 18 ára og yngri. Stúlkurnar tvær, Iðunn Helgadóttir og Guðrún Fanney Briem, urðu á árinu Norðurlandsmeistarar stúlkna í sínum aldursflokkum og skarta forsíðu tímaritsins Skákar.

Ekki má gleyma að segja frá nóvembermóti LeKock mótaraðarinnar sem Helgi Áss Grétarsson vann. 58 manns tóku þátt í þessu sterka móti, sem troðfyllti aðalsal veitingastaðarins við Tryggvagötu. Þátttaka Simons Williams frá Englandi vakti athygli en hann er nokkuð þekktur stórmeistari og vinsæll fyrir að útbúa skákmyndbönd á netinu. Á Youtube gengur hann undir nafninu GingerGM.

Í næsta pistli verður gerð grein fyrir Íslandsmóti skákfélaga þar sem um 400 skákmenn tóku þátt í Rimaskóla.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...