Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og aðstorðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og aðstorðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fréttir 24. nóvember 2020

Daði Már settur aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskóli Íslands undirrituðu í gær samning um að dr. Daði Már Kristófersson, prófessor við Hagfræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, gegni starfi aðstoðarrektors við Landbúnaðarháskóla Íslands tímabundið út þetta skólaár. Daði Már mun sinna starfinu í 50% starfshlutfalli og áfram gegna 50% starfsskyldum sem prófessor við Hagfræðideild.

Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands segir: „Það er mikill fengur fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands að fá Daða Má til starfa sem aðstoðarrektor. Á þessu skólaári er áhersla lögð á gæðamál skólans í kjölfarið á nýrri stefnu sem samþykkt var á síðasta ári. Unnið er að eflingu náms og kennslu og alþjóðlegu og innlendu samstarfi. Þá er undirbúningur að gæðaúttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla hafinn og mun Daði Már styðja við nýjar fagdeildir sem eru að fara í gegnum slíka úttekt í fyrsta sinn,“ segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ég er afar spenntur fyrir því tækifæri að fá að taka þátt í starfi Landbúnaðarháskólans. Ég á marga góða kollega við skólann og ber sterkar taugar til hans enda fyrrverandi nemandi. Ég hlakka til þess að takast á við þetta verkefni. Margar af stærstu áskorunum samtímans eru innan fræðasviðs skólans sem fela í sér miklar áskoranir en einnig mikla sóknarmöguleika,“ segir Daði Már. Daði Már lét af störfum sem sviðsforseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands í sumar eftir að hafa gegnt því embætti í sjö ár.

Landbúnaðarháskóli Íslands er náinn samstarfsskóli Háskóla Íslands. Það er afar gott að þessir samstarfsskólar skiptist á starfsfólki þegar það hentar. Daði Már er reynslumikill fyrrverandi fræðasviðsforseti við Háskóla Íslands. Ég veit að hann mun í hlutastarfi skila góðu starfi sem aðstoðarrektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ég óska honum og Landbúnaðarháskólanum velfarnaðar,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...