Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Chamberlain – eitt sinn mest selda dráttarvél í Ástralíu
Á faglegum nótum 2. október 2014

Chamberlain – eitt sinn mest selda dráttarvél í Ástralíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu Chamberlain-traktor­arnir komu á markað árið 1949. Það ár smíðuðu feðgar, faðir og tveir synir, ellefu dráttarvélar í yfirgefinni skotfæraverksmiðju og notuðu ættarnafn sitt til að markaðssetja framleiðsluna.

Í upphafi gengu traktorarnir fyrir tvígengisvél sem brenndi steinolíu og hönnuð var af Phil Irving sem seinna gat sér gott orð fyrir hönnun á vélum fyrir mótorhjól. Steinolíuvélin í Chamberlain-traktorunum reyndist ekki vel og og árið 1952 var skipt yfir í dísilvél. Við tóku vélar frá General Motors og voru þær notaðar í allar stærri týpur fram til 1967.

Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hóf Chamberlain að framleiða minni traktora með Perkins-vél. Vélarnar voru þriggja gíra og með háu og lágu drifi og nutu gríðarlegra vinsælda og seldust yfir 20.000 slíkar á næstu 20 árum.

Dæmi um þrautseigju Perkins-vélanna er að árið 1955 tók ein slík þátt í rúmlega 9.600 kílómetra Ástralíurallíi þar sem hún kom 30 öðrum traktorum til bjargar sem höfðu fest sig í sandi eða bilað. Tveimur árum seinna var sama Chamberlain-traktornum ekið tæplega 18 þúsund kílómetra á ellefu dögum. Góð ending það.

Meðalframleiðsla fyrirtækisins var 3000 dráttarvélar á ári sem taldist lítið á þeim tíma. Árið 1970 keypti landbúnaðartækjaframleiðandinn John Deere 49% hlut í Chamberlain og var þá farið að nota sams konar vélar í báðar gerðir dráttarvéla. Árið 1986 tók John Deere alfarið við rekstrinum. Skömmu seinna var framleiðslu Chamberlain-traktora hætt þrátt fyrir að framleiðsla á varahlutum í eldri vélar héldi áfram í nokkur ár.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...