Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Helgi við Centaurinn, merkilegu dráttarvélina sem hann gerði upp af sinni alkunnu snilld. Eitt af því sem er sérstætt við þessa „liðstýrðu vél“ er að bremsur fyrirfinnast ekki á henni og það þarf að snúa henni í gang.
Kristján Helgi við Centaurinn, merkilegu dráttarvélina sem hann gerði upp af sinni alkunnu snilld. Eitt af því sem er sérstætt við þessa „liðstýrðu vél“ er að bremsur fyrirfinnast ekki á henni og það þarf að snúa henni í gang.
Líf og starf 25. nóvember 2021

Centaur-dráttarvél, árgerð 1934 er komin til Hvanneyrar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var hátíðarstund á Land­búnaðar­safni Íslands á Hvanneyri laugardaginn 6. nóvember þegar Kristján Helgi Bjartmarsson þúsund­þjalasmiður kom með Centaur-dráttarvél á kerru á Hvann­eyri og færði safninu vélina til varðveislu.

Kristján Helgi hefur notað síðustu sjö ár við að gera vélina upp en hún var í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Dráttarvélin, sem hafði það hlutverk að leysa íslenska hestinn af hólmi í störfum sínum, kom fyrst að bænum Jódísarstöðum í Eyjafirði 1934 en fór síðan á Mælifell í Skagafirði þar sem Kristján Helgi ólst upp.

„Það er ómetanlegt fyrir söfnin að eiga slíka hagleiksmenn að eins og Kristján Helga, sem vinna óeigingjarnt starf til varðveislu tækniminja landsins,“ segir RagnhildurHelga Jónsdóttir, forstöðumaður safnsins.

Kristján Helgi og Ragnhildur tókust formlega í hendur eftir að vélin hafði verið afhent Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri.

Áður en vélin var sett inn á sinn stað í Halldórsfjósi fengu nokkrir að aka henni á hlaðinu á Hvanneyri, þeirra á meðal var Ragnhildur Helga. Þess má geta að Kristján Helgi hélt skrá yfir vinnu við Centaurinn og skilaði Þjóðminjasafninu skýrslu um framvindu og lok uppgerðarinnar. Ótal myndir, bæði fyrir og eftir viðgerð fylgdu skýrslunni. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...