Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Býlum fækkar hratt
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 20. júní 2025

Býlum fækkar hratt

Höfundur: Þröstur Helgason

Á fyrsta ársfjórðungi líðandi árs var stofnað til nýs búrekstrar á 805 býlum á Bretlandi en á sama tímabili var búrekstri hætt á 1.890 býlum.

Bretar líta svo á að um sé að ræða verstu kreppu sem þarlendur landbúnaður hefur gengið í gegnum lengi en samdrátturinn er meiri þar en í nokkurri annarri atvinnugrein. Farminguk.com segir frá.

Þessar tölur þýða að fjöldi nýbýla er einungis tæplega helmingur af þeim býlum sem hætta rekstri. Í atvinnugreinum á borð við fasteignaviðskipti, fjármálaþjónustu, mennta- og heilbrigðismálum, þá eru ný fyrirtæki um það bil helmingi fleiri en þau sem leggja upp laupana.

Bankastjóri Cynergy Bank, sem tók tölurnar saman, segir að þetta séu sérlega slæmar fréttir fyrir landsbyggðina á Bretlandseyjum: „Um leið og endurnýjunin er lítil í atvinnugreininni, þá takast bændur á við aukinn kostnað í rekstri, skort á vinnuafli og yfirvofandi breytingar á lögum um erfðaskatt.“

Með þeim breytingum munu bændur ekki geta arfleitt börn sín að býlum sínum skattfrjálst lengur, nema býlin séu verðmetin undir 1 milljón sterlingspunda eða ríflega 170 milljónir kr. Býli sem kosta meira fá á sig 20% erfðaskatt.

Skylt efni: Bretland

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...