Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í deiglunni 18. apríl 2023

Byggja nýtt íþróttahús í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að nýtt íþróttahús verði byggt í sveitarfélaginu.

Núverandi íþróttamiðstöð, Heiðarborg, var byggt árið 1968 og er tæpir 530 fm auk 257 fm sundlaugarhúss. Nýja húsnæðið verður fjölnota íþróttahús ásamt stoðrýmum, s.s. búningsklefum og annarri aðstöðu, við Heiðarborg. Húsið verður með keppnissal, löglegum körfuboltavelli, blak- og badmintonvöllum auk þess sem unnt verður að spila hand- og fótbolta þar ásamt fjölda annarra íþrótta. Í húsinu verða áhorfendabekkir, skiptitjald, kaðlabrautir og keppnisklukka. Umgjörð hússins og salurinn er jafnframt hannaður til viðburða og veisluhalda. „Með ört stækkandi samfélagi er kominn tími á byggingu stærra íþróttahúss sem tekið getur á móti fjölbreyttara íþrótta- og tómstundastarfi, auk þess að standast kröfur samtímans hvað varðar alla aðstöðu og aðbúnað. Nýja húsið verður 1.834 fm að stærð og byggt við núverandi íþróttamiðstöð sem er staðsett við grunnskólann Heiðarskóla við Leirá,“ segir Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.

Linda segir að útboð vegna hússins verði fljótlega auglýst. Framkvæmdir muni hefjast fljótlega eftir undirritun verksamnings og verklok eru áætluð 1. ágúst 2024.

„Nýja húsið verður eins og gefur að skilja bylting, ekki bara fyrir íþróttakennslu skólans heldur einnig alla möguleika til aukins íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu enda um að ræða 1.050 fermetra stækkun frá núverandi íþróttahúsi og sundlaug. Stækkun íþróttasalarins eru 737 fermetrar frá núverandi sal þannig að aðstöðumunurinn verður mikill. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur að fá nýtt og vel útfært mannvirki sem mun nýtast vel og uppfylla þarfir sveitarfélagsins og íbúa þess til næstu áratuga, hvort sem er fyrir skóla-, íþrótta-, tómstunda-, félags- eða samkomustarf. Vonandi munu sem flestir nýta sér aðstöðuna þegar til kemur, hvort sem það eru íbúar, gestir, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir sem á þurfa að halda,“ bætir Linda við.

Heildarkostnaður við nýja húsið er áætlaður 1,2 milljarðar króna og er þá innifalin jarðvinna, ytri og innri frágangur, lóðagerð og búnaður.

Skylt efni: hvalfjarðarsveit

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...