Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Í júní á síðasta ári tóku feðgarnir Magnús Þór Eggertsson og Eggert Magnússon nýtt nautahús í notkun á Litla-Kroppi í Borgarfirði. Þeir reka jafnframt kúabú á nágrannajörðinni Ásgarði. Á milli bæjanna eru þrír kílómetrar, en feðgarnir segjast spara vélakostnað með því að hafa skepnurnar í nágrenni við ræktunina á hvorum stað. Magnús er 64 ára og Eggert 38 ára.
Í júní á síðasta ári tóku feðgarnir Magnús Þór Eggertsson og Eggert Magnússon nýtt nautahús í notkun á Litla-Kroppi í Borgarfirði. Þeir reka jafnframt kúabú á nágrannajörðinni Ásgarði. Á milli bæjanna eru þrír kílómetrar, en feðgarnir segjast spara vélakostnað með því að hafa skepnurnar í nágrenni við ræktunina á hvorum stað. Magnús er 64 ára og Eggert 38 ára.
Mynd / ál
Viðtal 26. febrúar 2025

Byggðu nautahús til að rýmka um kýrnar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Feðgarnir Magnús Þór Eggertsson og Eggert Magnússon reka kúabú í Ásgarði í Borgarfirði ásamt fjölskyldum sínum.

Síðasta sumar reistu bændurnir stórt og nútímalegt nautahús á nágrannajörðinni Litla-Kroppi. Með þessu skapast aukið pláss fyrir mjólkurkýrnar og sjá feðgarnir fram á að ná auknum árangri í ræktun nautgripa til kjötframleiðslu.

„Þetta nýja hús er bæði betra fyrir nautgripina og fyrir okkur,“ segir Magnús. Hann segir að með aukinni velferð nautanna verði þau stærri og fallegri. „Ef maður fylgir reglugerð um velferð nautgripa þá líður þeim betur og það er betra fyrir alla.“

Skepnurnar sem næst ræktuninni

Í nautaeldishúsinu er pláss fyrir allt að 150 gripi, en þeir voru 90 þegar blaðamann bar að garði og eru bændurnir að fjölga þeim hægt og rólega. Þar eru eingöngu mjólkurkvígur í uppeldi og nautgripir ætlaðir í kjötframleiðslu, en geldar mjólkurkýr eru í fjósinu í Ásgarði. Mjólkandi kýr eru að jafnaði 60 á hverjum tíma.

Aðspurður af hverju þeir byggðu nautahúsið svo fjarri fjósinu, en á milli bygginganna eru þrír kílómetrar, segir Magnús: „Upp frá er sextíu hektara tún og þá þurfum við ekki að keyra heyið hingað niður eftir og skítnum aftur til baka. Það er minni olíu- og tækjakostnaður að hafa skepnurnar nær ræktuninni þó að við þurfum að skreppa upp eftir á litlum bíl til að gefa. Við þurfum hvort eð er að gera það af því að við erum með 200 kindur í fjárhúsum á Litla-Kroppi.“ Íbúðarhúsið sem fjölskylda Eggerts býr í er jafnframt steinsnar frá nýju útihúsunum.

Nautahúsið er stálgrind klædd með yleiningum. Helmingurinn af byggingakostnaðinum liggur í því sem er neðanjarðar, eða steyptum haugkjallara.

Helmingurinn í haughúsinu

Uppbygging nautahússins er sambærileg og í nýbyggingum af þessu tagi. Í miðjunni er breiður fóðurgangur og í öðrum endanum er opið gólfpláss þar sem hægt er að athafna sig á vélum. Hvort sínum megin við fóðurganginn eru stíur fyrir gripina.

„Þú setur nautin inn í annan endann og svo stækka þau og færast inn og fara út um endahurð og gripabíllinn getur bakkað að stalli,“ segir Magnús.

Um það bil helmingurinn í kostnaði hússins liggur í haughúsinu sem er undir því. Það er að mestu leyti úr forsteyptum einingum og er
tveggja og hálfs metra djúpt. Ofan á það kemur stálgrind og eru veggir og þak úr yleiningum. Húsið er 540 fermetrar.

Gripirnir hreinir og slæða ekki

Magnús bendir á að kyngreining sæðis muni auka nýtingu þeirra á húsinu enn fremur, en bændurnir stefna að því að sæða lakari kýrnar í fjósinu með kyngreindu sæði úr holdanautum og fá þar með fleiri nautkálfa. „Við gátum fjölgað mjólkurkúnum í fjósinu í Ásgarði með því að rýmka,“ segir Magnús. Smákálfar eru áfram í fjósinu í Ásgarði, en þegar þeir eru fjögurra til fimm mánaða eru þeir fluttir að Litla-Kroppi.

„Það er mjög auðvelt og þægilegt að gefa þarna. Ég get ekki séð annað en að gripirnir séu hreinir og slæði ekki heyinu undir sig,“ segir Magnús aðspurður um hvernig reynslan af notkun hússins hafi verið fyrstu mánuðina.

Skylt efni: nautgriparækt

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...