Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Byggðastofnun styrkir meistaranema
Fréttir 24. maí 2016

Byggðastofnun styrkir meistaranema

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 15. apríl sl. að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Heildarupphæð styrkjanna er 1 milljón. Tvö verk­efni fá styrk að upphæð 350.000 hvort og önnur tvö styrki að upphæð 150.000 hvort. 
 
Verkefnin eru fjölbreytt og snúa að ferðamálum, skipulagsmálum, raforkuframleiðslu og flutningi ríkisstofnana.
 
Alls bárust sex umsóknir, en áskilið var að verkefnin hefðu skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar. 
 
Ferðaþjónusta tæki til byggðaþróunar
 
Edda Ósk Óskarsdóttir, meistaranemi í ferðamálafræðum við Háskólann í Álaborg, fékk styrk vegna verkefnis sem nefnist: From fish to tourism: Ferðaþjónusta sem tæki til byggðaþróunar. Rannsóknin snýr að því hvernig hægt er að nýta ferðaþjónustu sem tæki til byggðaþróunar í smærri samfélögum úti á landi, með tilliti til stefnumótunar ríkis og sveitarfélaga. Reynt verður að varpa ljósi á þessa þróun og þau áhrif sem aukning ferðamanna hefur haft á þessi samfélög.
 
Akureyri – Vibrant town year round, er vinnutitill á verkefni Katrínar Pétursdóttur, meistaranema í sjálfbærri hönnun þéttbýlis við Háskólann í Lundi. Verkefnið leitast við að samræma nýjustu stefnur í skipulagsmálum og íslenskar aðstæður í bæjarskipulag Akureyrar, bænum til framdráttar. Með því að leita leiða til að auka gæði bæjarlandslagsins og fullnýta möguleika bæjarins verður hann sterkari miðstöð fyrir fjórðunginn.
 
Samspil grunnvatns og rennsli Tungnaár
 
Samspil grunnvatns og rennsli Tungnaár, er heiti verkefnis sem Snævarr Örn Georgsson, meistara­nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands, vinnur að en hann hlaut 150 þúsund krónur í styrk. Í þessu verkefni er samspil grunnvatns við rennsli Tungnaár skoðað með fylgniútreikningum og lágrennsli árinnar skoðað sérstaklega með aðfallsgreiningu. Í framhaldi verður hægt að taka upplýstari ákvörðun um raforkuframleiðslu og miðlun á vatnasviðinu og tryggja öruggari raforkuafhendingu.
 
Flutningur ríkisstofnana
 
Flutningur ríkisstofnana. Viðhorf og líðan starfsmanna er verkefni sem einnig hlaut 150 þúsund króna styrk. Sylvía Guðmundsdóttir, meistaranemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, vinnur það verkefni og er það unnið út frá breytingastjórnun og snýr að flutningum ríkisstofnana út á land. Markmiðið er að kanna upplifun starfsmanna Fiskistofu af framkvæmd flutnings stofnunarinnar til Akureyrar og möguleg áhrif flutnings á líðan þeirra. Niðurstöðurnar verða notaðar til að benda á hvað fór vel og hvað hefði mátt gera betur út frá fræðum breytingastjórnunar.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...