Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kort af Rauðasandi. Föst búseta er á þremur bæjum. Vestast er Lambavatn efra, yfirleitt kallað Lambavatn. Skammt þar frá er bærinn Stakkar. Austast er bærinn Melanes. Aðrir bæir eru ýmist sumardvalarstaðir eða komnir í eyði.
Kort af Rauðasandi. Föst búseta er á þremur bæjum. Vestast er Lambavatn efra, yfirleitt kallað Lambavatn. Skammt þar frá er bærinn Stakkar. Austast er bærinn Melanes. Aðrir bæir eru ýmist sumardvalarstaðir eða komnir í eyði.
Mynd / Loftmynd / Landmælingar Íslands
Líf og starf 24. október 2022

Byggð stendur hallandi fæti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Rauðasandi í Vesturbyggð eru þrír bæir í byggð; Lambavatn, Stakkar og Melanes. Tveir fyrstnefndu bæirnir eru vestarlega á sandinum, á meðan síðastnefndi bærinn er austast á undir­lendinu.

Á Stökkum eru hjón með fasta búsetu. Þar er búið með sauðfé og geldneyti.

Á Lambavatni er rekið kúabú, á Stökkum eru ræktuð geldneyti og á Melanesi er ferðaþjónusta og sauðfé. Aðrir merkir bæir á Rauðasandi eru m.a. Saurbær í miðri byggðinni, sem er gamall kirkjustaður og bústaður höfðingja. Á Kirkjuhvammi, rétt austan við Saurbæ, er á sumrin rekið Franska kaffihúsið, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Einnig er bærinn Sjöundá, austan við Melanes, þekktur fyrir að vera vettvangur Sjöundármorðanna og viðfangsefni bókarinnar Svartfugls eftir Gunnar Gunnarsson. Fram til ársins 1994 tilheyrði sveitin Rauðasandshreppi, sem innihélt Rauðasand og sunnanverðan Patreksfjörð.

Franska kaffihúsið á Kirkjuhvammi selur ferðamönnum veitingar á sumrin.
Íbúatal og þjónusta

Þjónusta hreppsins var staðsett í Örlygshöfn þar sem var grunnskóli, félagsheimili, sparisjóður, verslun og höfn. Nú hefur öll þessi starfsemi verið lögð niður og flutt á Patreksfjörð.

Samkvæmt Hagstofu Íslands var íbúafjöldi Rauðasandshrepps 93 einstaklingar árið 1993. Eftir að hreppurinn varð hluti af Vesturbyggð eru uppfærðar tölur ekki aðgengilegar hjá Hagstofunni. Íbúum á svæðinu telst þó til að núna, haustið 2022, séu níu einstaklingar með fasta búsetu í hinum forna Rauðasandshreppi, þar af fimm á Rauðasandi.

Skylt efni: rauðisandur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...