Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Búvörusýning í Reykjavík
Mynd / Bbl
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðarins um að koma á búvörusýningu í Reykjavík.

Á miðju ári var farið að vinna að undirbúningi sýningarinnar og þá var ákveðið að hafa hana í nýbyggingu Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi. Forráðamenn MS höfðu samþykkt að lána húsnæðið og til þátttöku í sýningunni var öllum helstu afurðasölufyrirtækjum innan landbúnaðarins boðið. Kemur fram í tímaritinu Frey að „Síðustu tíu daga septembermánaðar sl. var haldin mikil búvörusýning í Reykjavík. Að henni stóðu öll helstu afurðasölufélög bœnda og helstu stofnanir landbúnaðarins. Þessi glœsilega sýning bar íslenskum landbúnaði og fyrirtœkjum hans gott vitni, enda var hún vinsœl og fjölsótt.“

Jón Helgason, þáverandi landbúnaðarráðherra, opnaði sýninguna þann 21. september og jókst aðsóknin svo að fólk varð frá að hverfa vegna þrengsla. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var meðal fyrstu gesta og virðist ekki hafa látið á sig fá þó mannmergð væri. Segir í Frey: „Þegar 800–1.000 manns voru komnir í einu inn á sýninguna var orðið þröngt á þingi. Samtals urðu sýningargestir 43 þúsund og síðasta dag sýningarinnar, 30. september, komu um 6.500 manns.“

Þrátt fyrir að oft væri mannmergð á sýningunni virtust gestir nær undantekningarlaust vera mjög ánægðir, nutu þess að smakka ýmislegt sem boðið var upp á og kaupa sér það sem hugurinn girntist. Á myndinni er Gerður K. Guðnadóttir, sem kynnti unnar kjötvörur frá Goða. /s

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...