Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anna Kristín Agnarsdóttir lögfræðingur.
Anna Kristín Agnarsdóttir lögfræðingur.
Líf og starf 23. maí 2023

Búvörusamningar til umfjöllunar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búvörusamningar geta ekki talist ígildi kjarasamnings og Bændasamtök Íslands geta ekki talist vera stéttarfélag búvöruframleiðenda, að mati Önnu Kristínar Agnarsdóttur lögfræðings, sem nýlega fjallaði um búvörusamninga í lokaritgerð sinni frá lagadeild Háskólans á Akureyri.

Anna Kristín fjallaði um framkvæmd búvörusamninga og helstu réttarheimildir sem liggja samningunum til grundvallar.

Í lokaorðum ritgerðarinnar segir að landbúnaðarréttur hafi ekki fengið mikla umfjöllun og að skrifin hafi því reynst vandasöm enda erfitt að fletta upp hinum ýmsu álitaefnum sem upp hafi komið.

„Markmið verkefnisins var að skoða hvert fyrirkomulag búvörusamninganna sé, hver sé fjárstuðningurinn sem veittur er samkvæmt ákvæðum samninganna og svo hver starfsskilyrði greinarinnar séu. Með því var leitast við að svara rannsóknarspurningum verkefnisins:

Eru búvörusamningarnir kjarasamningar bænda í íslenskum landbúnaði? Hvers eðlis eru búvörusamningarnir? Hvert er skuldbindingargildi og réttaráhrif samninganna?“

Bændasamtökin ekki stéttarfélag

Farið er yfir forsögu og aðdraganda búvörusamninga og fjallað um þrjá af fjórum samningum.

„Samningarnir eru skuldbindandi fyrir ríkissjóð samkvæmt þeim lagafyrirmælum sem þeir eru settir samkvæmt, hvað varðar fjárframlag og þær fjárhæðir sem getið er hverju sinni. Ríkisstjórnin getur ekki breytt samningunum einhliða heldur þarf tilkomu samningsaðila sem kemur fyrir hönd bænda, en það eru Bændasamtök Íslands,“ segir Anna Kristín.

Þá segir að þó margt sé líkt með búvörusamningum og kjarasamningum geta hinir fyrrnefndu ekki talist ígildi kjarasamninga þar sem þeir kveða ekki á um þau lágmarksréttindi sem kjarasamningar gera, s.s. um lágmarkslaun, vinnutíma, orlof og veikindarétt.Anna Kristín gerir hlutverk Bændasamtakanna að umfjöllunarefni í þessu samhengi. Þótt samtökin gæti hagsmuna bænda og undirriti búvörusamninga fyrir þeirra hönd, fari með fyrirsvar og beiti sér fyrir kjörum bænda, skilgreina samtökin sig ekki sem stéttarfélag samkvæmt samþykktum. Mörkin séu þó óskýr.

„Niðurstaðan er þó sú að samtökin geta ekki talist vera stéttarfélag í skilningi laga um stéttarfélög og vinnudeilur.“ Anna Kristín segir að áhugavert hafi verið að bera saman búvörusamninga eins og þeir eru í dag við fortíðina. „Meginmarkmiðið var að koma í veg fyrir stóriðnað í íslenskum landbúnaði en svo sjáum við að raunin virðist vera á leið annað í dag,“ segir hún.

Skylt efni: búvörusamningar

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...